Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 18:45 Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor. Orkumál Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels