Innlent

Innkalla hnetur vegna myglusveppseiturs

Samúel Karl Ólason skrifar
SUPER1, innflytjandi hnetanna, og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa innkallað hneturnar.
SUPER1, innflytjandi hnetanna, og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa innkallað hneturnar.

Matvælastofnun hefur sent frá sér aðvörun vegna þremur tegunda hneta eftir að myglusveppaeitrið Aflatoxin mældist yfir mörkum í hnetunum. SUPER1, innflytjandi hnetanna, og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa innkallað hneturnar.

MAST barst upplýsingar um eitrið í gegnum RASFF, hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli, samkvæmt tilkynningu.

Neytendur sem keypt hafa vörurnar með best fyrir dagsetningum og lotunúmerum sem kom fram hér að neðan, ættu að farga vörunni eða skila vörunni í verslun SUPER1 við Hallveigarstíg gegn fullri endurgreiðslu.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

• Vöruheiti: Rema 1000 Nødder Salt & Sødt

• Nettómagn: 165 g

• Lotunúmer: 96174

• Best fyrir: 30/08/2020

• Vörumerki: Rema 1000

• Vöruheiti: Rema 1000 Nødder Salt & Stærk

• Nettómagn: 165 g

• Lotunúmer: 96087

• Best fyrir: 28/08/2020

• Vörumerki: Rema 1000

• Vöruheiti: Rema 1000 Saltede Peanuts

• Nettómagn: 250 g

• Lotunúmer: 95893, 95924, 95929, 95927

• Best fyrir: 21/08/2020




Fleiri fréttir

Sjá meira


×