Ferðafélag Íslands: Mikill áhugi á skipulögðum ferðum en hrun í skálagistingum Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 06:25 Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Ferðafélag Íslands Mikill áhugi virðist vera meðal Íslendinga á skipulögðum gönguferðum í sumar. Ferðafélag Íslands sér hins vegar fram á hrun í gistingum í skálum félagsins víðs vegar um land. Þetta segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir árið í ár vera frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að ganga Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur, en þar hafa erlendir ferðamenn verið fyrirferðamiklir síðustu árin. „Eins og staðan er í dag þá er þetta tvískipt hjá okkur. Við erum með mikið af ferðum um allt land. Það var mikill áhugi og skráning þegar ferðir sumarsins voru kynntar, áður en faraldurinn skall á. En síðan gerðist það, í faraldrinum sjálfum, þá var fólk engu að síður að halda áfram að bóka sig í ferðir og greiða, ganga frá bókunum og sömuleiðis skrá sig í félagið. Við höfum skynjað mikinn áhuga á ferðum innanlands og höfum verið að bæta í ferðir – fjölgað þeim sem voru þegar uppseldar. Þetta eru ferðir eins og á Laugaveginn, Hornstrandir, Víknaslóðir, Lónsöræfi og fleiri þekktar gönguleiðir. Það er áfram að bókast vel í þær og er að fyllast í þær ferðir sem við bættum við,“ segir Páll. Gríðarleg fækkun erlendra ferðamanna Páll segir að hins vegar sé aðra sögu að segja af skálagistingu og tjaldsvæðunum á skálasvæðum. „Þar blasir við mikið hrun á Laugaveginum. Við sjáum fram á 90 prósent samdrátt í skálagistingu á Laugaveginum eins og staðan er í dag. Það skýrist af því ferðaskrifstofur sem eru með erlenda ferðamenn, þeir eru ekki að koma eins og til stóð. Það er því hrun í bókunum á Laugaveginum, en um leið losna pláss og við erum að höfða til landsmanna og hvetja fólk til að koma og ganga Laugaveginn. Það er sannarlega frábært tækifæri að koma nú á þessa fjölsóttu staði þar sem erlendir ferðamenn hafa verið fyrirferðamiklir á síðustu árin.“ Göngugarpar.Ferðafélag Íslands. Íþyngjandi reglur Landlæknisembættið kynnti um helgina leiðbeiningar um tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þar segir í skálum þurfi að tryggja að hægt sé að virða tveggja metra regluna og ýmislegt fleira. Páll segir reglurnar varðandi skálasvæðin og tjaldsvæðin vera mjög íþyngjandi fyrir Ferðafélagið. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ „Það blasir við að við þurfum að skera niður pláss í skálum um helming. Það verði bara helmingur gistiplássa í boði til að geta farið eftir þessum viðmiðum. Við höfum reiknað út að tjónið vegna hruns í bókunum á skálagistingu vegna brottfarar erlendra ferðamanna nemur hátt í 300 milljóna króna. Á móti erum við bæði vongóð og bjartsýn að það komi fólk að hluta upp í það skálapláss. En það verður aldrei nema bara að hluta.“ Einhver tjaldsvæðin hólfuð niður Páll segir að Ferðafélagið þurfi einnig að huga að þeim reglum sem gilda um tjaldsvæði. „Nú eru reglur um fimmtíu manns að hámarki þar, nema þá að við náum að hólfa þau eitthvað niður. Það er hugsanlegt á ákveðnum stöðum, en ekki öllum. Það er því augljóst að það verða miklu færri í skálunum á Laugaveginum í sumar en verið hefur. Við eru vongóð að það verði mikil umferð landsmanna, en í dag er það ekkert í hendi.“ Reglum verður fylgt Ferðafélagið rekur alls sex skála á Laugaveginum – í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Emstrum og svo í Langadal í Þórsmörk. Páll segir að síðustu sumur hafi verið sextíu til áttatíu að gista í hverjum skála, en að í sumar verði ekki mikið meira en þrjátíu þó að óvíst sé hvernig muni bókast í öll þau pláss. „Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum reglum og leiðbeiningum, en við vonum að það verði létt á þessum reglum eftir því sem líður fram í maí og svo í júní. Að staðan verði það góð að það verði hægt, því reglurnar eins og þær eru í dag eru mjög íþyngjandi.“ Páll segir ofsalega gaman að finna þennan mikla áhuga á að ferðast innanlands. „Hlutverk og tilgangur Ferðafélags Íslands er í raun að hvetja fólk til að ferðast hér heima. Bjóða upp á þessa aðstöðu og ódýrar ferðir. Við höfum því skyldum að gegna, sérstaklega við þessar aðstæður núna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Mikill áhugi virðist vera meðal Íslendinga á skipulögðum gönguferðum í sumar. Ferðafélag Íslands sér hins vegar fram á hrun í gistingum í skálum félagsins víðs vegar um land. Þetta segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir árið í ár vera frábært tækifæri fyrir Íslendinga til að ganga Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur, en þar hafa erlendir ferðamenn verið fyrirferðamiklir síðustu árin. „Eins og staðan er í dag þá er þetta tvískipt hjá okkur. Við erum með mikið af ferðum um allt land. Það var mikill áhugi og skráning þegar ferðir sumarsins voru kynntar, áður en faraldurinn skall á. En síðan gerðist það, í faraldrinum sjálfum, þá var fólk engu að síður að halda áfram að bóka sig í ferðir og greiða, ganga frá bókunum og sömuleiðis skrá sig í félagið. Við höfum skynjað mikinn áhuga á ferðum innanlands og höfum verið að bæta í ferðir – fjölgað þeim sem voru þegar uppseldar. Þetta eru ferðir eins og á Laugaveginn, Hornstrandir, Víknaslóðir, Lónsöræfi og fleiri þekktar gönguleiðir. Það er áfram að bókast vel í þær og er að fyllast í þær ferðir sem við bættum við,“ segir Páll. Gríðarleg fækkun erlendra ferðamanna Páll segir að hins vegar sé aðra sögu að segja af skálagistingu og tjaldsvæðunum á skálasvæðum. „Þar blasir við mikið hrun á Laugaveginum. Við sjáum fram á 90 prósent samdrátt í skálagistingu á Laugaveginum eins og staðan er í dag. Það skýrist af því ferðaskrifstofur sem eru með erlenda ferðamenn, þeir eru ekki að koma eins og til stóð. Það er því hrun í bókunum á Laugaveginum, en um leið losna pláss og við erum að höfða til landsmanna og hvetja fólk til að koma og ganga Laugaveginn. Það er sannarlega frábært tækifæri að koma nú á þessa fjölsóttu staði þar sem erlendir ferðamenn hafa verið fyrirferðamiklir á síðustu árin.“ Göngugarpar.Ferðafélag Íslands. Íþyngjandi reglur Landlæknisembættið kynnti um helgina leiðbeiningar um tjaldsvæði, hjólhýsasvæði, skála ferðafélaga, lítil gistihús, skipulagðar ferðir og afþreyingu utandyra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þar segir í skálum þurfi að tryggja að hægt sé að virða tveggja metra regluna og ýmislegt fleira. Páll segir reglurnar varðandi skálasvæðin og tjaldsvæðin vera mjög íþyngjandi fyrir Ferðafélagið. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ „Það blasir við að við þurfum að skera niður pláss í skálum um helming. Það verði bara helmingur gistiplássa í boði til að geta farið eftir þessum viðmiðum. Við höfum reiknað út að tjónið vegna hruns í bókunum á skálagistingu vegna brottfarar erlendra ferðamanna nemur hátt í 300 milljóna króna. Á móti erum við bæði vongóð og bjartsýn að það komi fólk að hluta upp í það skálapláss. En það verður aldrei nema bara að hluta.“ Einhver tjaldsvæðin hólfuð niður Páll segir að Ferðafélagið þurfi einnig að huga að þeim reglum sem gilda um tjaldsvæði. „Nú eru reglur um fimmtíu manns að hámarki þar, nema þá að við náum að hólfa þau eitthvað niður. Það er hugsanlegt á ákveðnum stöðum, en ekki öllum. Það er því augljóst að það verða miklu færri í skálunum á Laugaveginum í sumar en verið hefur. Við eru vongóð að það verði mikil umferð landsmanna, en í dag er það ekkert í hendi.“ Reglum verður fylgt Ferðafélagið rekur alls sex skála á Laugaveginum – í Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Emstrum og svo í Langadal í Þórsmörk. Páll segir að síðustu sumur hafi verið sextíu til áttatíu að gista í hverjum skála, en að í sumar verði ekki mikið meira en þrjátíu þó að óvíst sé hvernig muni bókast í öll þau pláss. „Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum reglum og leiðbeiningum, en við vonum að það verði létt á þessum reglum eftir því sem líður fram í maí og svo í júní. Að staðan verði það góð að það verði hægt, því reglurnar eins og þær eru í dag eru mjög íþyngjandi.“ Páll segir ofsalega gaman að finna þennan mikla áhuga á að ferðast innanlands. „Hlutverk og tilgangur Ferðafélags Íslands er í raun að hvetja fólk til að ferðast hér heima. Bjóða upp á þessa aðstöðu og ódýrar ferðir. Við höfum því skyldum að gegna, sérstaklega við þessar aðstæður núna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hamra: „Lítið gagn í því að hvetja fólk til að ferðast innanlands ef það getur hvergi verið“ Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra á Akureyri, segist binda vonir við að rýmkað verði á reglum um hámarksfjölda á tjaldsvæðum um næstu mánaðamót. 6. maí 2020 06:30