Leikararnir í Sápunni ruddu sér leið inn í hljóðver FM957 Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 14:31 Nokkuð spaugilegt atvik. Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hefja göngu sína á föstudagskvöldið og hefur leikarahópurinn verið í tökum síðustu daga í myndveri við Suðurlandsbraut 10. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað. Þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Í morgun tóku leikararnir og leikstjórar upp á því að riðja sér leið inn í hljóðver FM957 og taka yfir útsendinguna. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan en þar má sjá leikstjórana Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson og leikarana Aron Má Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson taka yfir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) on May 6, 2020 at 5:24am PDT Hér að neðan má hlusta á innslag leikarahópsins í Brennslunni. Grín og gaman Sápan Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hefja göngu sína á föstudagskvöldið og hefur leikarahópurinn verið í tökum síðustu daga í myndveri við Suðurlandsbraut 10. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað. Þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Í morgun tóku leikararnir og leikstjórar upp á því að riðja sér leið inn í hljóðver FM957 og taka yfir útsendinguna. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan en þar má sjá leikstjórana Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson og leikarana Aron Má Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson taka yfir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) on May 6, 2020 at 5:24am PDT Hér að neðan má hlusta á innslag leikarahópsins í Brennslunni.
Grín og gaman Sápan Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira