Tæplega sjö þúsund eiga eftir að fá greitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30
Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04
4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20