Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2020 10:00 Guðjón Valur lék með TUSEM Essen á árunum 2001-05. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti