Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 20:47 Hugmyndir um uppbyggingu á Oddeyrinni hafa skapað mikla umræðu á Akureyri. Mynd/Zeppelin arkitektar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí. Skipulag Akureyri Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Vísir greindi fyrstur frá því í október að skipulagsvinna væri hafin á reit sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu. Gránufélagshúsið, stóra svarta húsið, er friðað og mun áfram vera á sínum stað, hvort sem hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu ná fram að ganga eða ekki.Mynd/Akureyrarbær Miðaði vinnan að því að breyta aðaskipulagi Akureyrar svo verktakafyrirtækinu SS Byggi yrði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum. Hitamál á Akureyri Skiptar skoðanir eru um hugmyndir verktakafyrirtækisins og eftir töluverða umræðu í samfélaginu um ágæti þeirra, sem og athugasemdir ýmissa hagsmunaaðila, afréð skipulagsráð að rétt væri að lækka hámarkshæð þeirra bygginga miðað við þær hugmyndir að uppbyggingu sem lagðar höfðu verið fram. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd við tillöguna var Skipulagsstofnun sem sagði ljóst að þær hugmyndir sem lágu til grundvallar myndu fela í sér breytingu á ásýnd Oddeyrar og bæjarmyndar Akureyrar. Kynningarmyndband með hinni upprunalegu hugmynd að uppbyggingu Var vinna við nýja tillögu sett af stað í nóvember á síðasta ári. Sú tillaga hefur nú litið dagsins ljós og miðað við hana er ljóst að stefnt er að því að hækka leyfilega hæð bygginga á reitnm miðað við núgildandi skipulag, sem gerir sem fyrr segir ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða byggingum á reitnum. Sé hin uppfærða skipulagstillaga höfð til hliðsjónar við hugmyndir SS Byggis að uppbyggingu á reitnum er þó ljóst að hámarkshæð heimilaðra bygginga verður lægri en fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir. Alls 100 til 150 íbúðir Í tillögunni er sett það skilyrði að nýjar byggingar á reitnum verði ekki hærri en 25 metrar yfir sjávarmáli og að gólfkóti verði að lágmarki 2,2 metrar yfir sjávarmáli. Felur það í sér að heimilt verður að byggja hús sem verða sex til átta hæðir, allt eftir útfærslu. Tillaga SS Byggis gerði ráð fyrir sex til ellefu hæða byggingum, líkt og fyrr segir. Ýmissa grasa kennir á reitnum, meðal annars þetta geymslusvæði.Vísir/Tryggvi Páll Áfram er gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum en á jarðhæð er sett skilyrði um að 25 prósent rýmis að lágmarki, utan við bílgeymslu, verði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Alls er gert ráð fyrir 100 til 150 nýjum íbúðum á reitnum Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að frestur til að gera athugasemdir við tillöguna renni út 27. maí.
Skipulag Akureyri Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira