Tónleikahaldarar anda léttar eftir skýringar sóttvarnalæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 21:16 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu (t.v.). Stórsöngvarinn Andrea Bocelli heldur risatónleika í Kórnum í Kópavogi 3. október, að öllu óbreyttu. Samsett/getty Framkvæmdastjóri Senu segir að tónleikahaldarar líti nú mun bjartari augum til næstu mánaða en þeir gerðu í gær, þegar óttast var að tveggja metra reglan svokallaða yrði í gildi til ársloka. Hann sér fram á að í það minnsta verði hægt að byrja að halda tónleika á ný í ágúst og þá líti einnig út fyrir að Iceland Airwaves í nóvember og jólavertíðinni í desember sé borgið. Enn sé mörgum spurningum þó ósvarað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók tveggja metra regluna sérstaklega fyrir á upplýsingafundi almannavarna í dag, eftir að tónlistarfólk og aðrir sem hafa lifibrauð sitt af fjölmennum viðburðum viðruðu áhyggjur sínar í gær. Þórólfur sagði á fundinum að tveggja metra reglan væri ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta útskýrði hann raunar líka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Aðspurður sagði hann jafnframt á fundinum að tónleikahaldarar gætu farið að skipuleggja tónleika sem haldnir yrðu eftir 25. maí, þegar næsta skref í tilslökunum á veiruaðgerðum stjórnvalda tekur gildi. Mun bjartsýnni í dag en í gær Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri Senu, stærsta skipuleggjanda tónleika og viðburða hér á landi, segir í samtali við Vísi að fólk í tónlistarbransanum sé nú talsvert upplitsdjarfara eftir skýringar sóttvarnalæknis en það var í gær. „Þó að það sé ýmsum spurningum samt ósvarað en þetta lítur mun betur út í dag en það gerði í gær. Maður hefur verið í sambandi við fólk í bransanum í dag og það er mun meiri bjartsýni í dag.“ Flestir hefðu einmitt skilið það þannig að tveggja metra reglan yrði í gildi út árið sem hörð, ófrávíkjanleg regla. „Það hefði eiginlega haft í för með sér að það er bara ekki hægt að halda tónleika. Það var búið að reikna það út að Eldborg í Hörpu, 1500 manna salur færi niður í 350 manna sal, Háskólabíó, 900 sæti færi í 140, og þrjú þúsund manna, sitjandi höll færi niður í 700 manna sal. Þá gengur þetta bara ekki upp lengur,“ segir Ísleifur. „En þegar er búið að segja að þetta séu viðmið og tilmæli, ekki ófrávíkjanlegt, þá hljómar þetta eins og það sé hægt að vinna með þetta. Auðvitað viljum við öll fara eftir reglunum, vera góðir þegnar og gera það sem þarf að gera. Við viljum ekki taka neina áhættu og viljum að allir séu „safe“. Þannig að þetta hljómar eins og það sé hægt að finna lausnir og láta þetta ganga upp. Og að það eigi að vera hægt að halda tónleika.“ Spurningum enn ósvarað Ýmsum viðburðum og tónleikum á vegum Senu hefur verið frestað eða þeim hreinlega aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig var tónleikum bandaríska tónlistarmannsins Beck, sem fara áttu fram í Laugardalshöll í júní, aflýst og öllum ráðstefnum og árshátíðum hefur verið frestað fram á haust. Tónleikar ítalska stórsöngvarans Andrea Bocelli, sem fara áttu fram í Kórnum í Kópavogi í maí, hefur jafnframt verið frestað fram til 3. október. Þá stendur enn til að halda tónleika bandaríska söngvarans Khalid í Laugardalshöll 25. ágúst. „En svo var ýmislegt sem var í pípunum sem var bara sett á ís, sem kannski gerist einhvern tímann seinna. Það voru bara samtöl á bak við tjöldin sem voru komin mislangt á veg. Það fór náttúrulega bara allt í algjört frost. Þannig að við hefðum örugglega tilkynnt um fleiri tónleika sem hefðu verið haldnir í sumar og haust ef þetta hefði ekki skollið á,“ segir Ísleifur. Hann bendir þó á að enn eigi tónleikahaldarar eftir að fá skýr svör frá stjórnvöldum um ýmis útfærsluatriði. „Það sem menn velta fyrir sér núna er að ef maður er með sal. Er í lagi að ákveðin svæði eða ákveðnir bekkir séu seldir því fólki sem gerir kröfu um tveggja metra bil? Og svo kannski er það bara uppselt, og þá hefurðu bara um hitt að velja. Og ef þetta er standandi salur, er þá nóg að selja aldrei alveg í fullan sal þannig að sé alltaf pláss fyrir þá sem vilja geta stigið út úr þvögunni? Er nóg að hafa alltaf bara val um að stíga út úr þvögunni? En ef allir myndu vilja plássið gengur það ekki upp.“ Jólavertíðin í húfi Ísleifur segist jafnframt finna fyrir því að landsmenn sé farið að þyrsta mjög í tónleika. Þá sé framtíð greinarinnar jafnframt mikilvæg fyrir efnahaginn, bransinn sé gríðarstór og margir sem hafi lífsviðurværi sitt af honum. „Það sem er í húfi er jólavertíðin til dæmis. Desember er aðalmánuðurinn fyrir alla íslenska tónlistarmenn. Þá tekurðu inn stærstan hluta af árslaununum í einum mánuði. Fyrir sálarástand þjóðarinnar held ég að væri ekki skemmtilegt að halda jól án jólatónleika. Þannig að þetta er risamál fyrir tónlistarbransann,“ segir Ísleifur. „En nú er þetta allt farið að líta betur út. Nú er maður orðinn nokkuð bjartsýnn með þetta allt. Það er margt búið að skýrast í dag og þetta lítur allt miklu betur út. Þannig að nú sér maður fram á að viðburðir í ágúst fari fram, að Iceland Airvawes fari fram og að jólatónleikar fari fram.“ Samkomubann á Íslandi Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. 6. maí 2020 14:55 Stefnt að því að létt verði frekar á samkomubanni þann 25. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. 6. maí 2020 14:14 Svona var 65. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 6. maí 2020 13:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Framkvæmdastjóri Senu segir að tónleikahaldarar líti nú mun bjartari augum til næstu mánaða en þeir gerðu í gær, þegar óttast var að tveggja metra reglan svokallaða yrði í gildi til ársloka. Hann sér fram á að í það minnsta verði hægt að byrja að halda tónleika á ný í ágúst og þá líti einnig út fyrir að Iceland Airwaves í nóvember og jólavertíðinni í desember sé borgið. Enn sé mörgum spurningum þó ósvarað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók tveggja metra regluna sérstaklega fyrir á upplýsingafundi almannavarna í dag, eftir að tónlistarfólk og aðrir sem hafa lifibrauð sitt af fjölmennum viðburðum viðruðu áhyggjur sínar í gær. Þórólfur sagði á fundinum að tveggja metra reglan væri ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta útskýrði hann raunar líka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Aðspurður sagði hann jafnframt á fundinum að tónleikahaldarar gætu farið að skipuleggja tónleika sem haldnir yrðu eftir 25. maí, þegar næsta skref í tilslökunum á veiruaðgerðum stjórnvalda tekur gildi. Mun bjartsýnni í dag en í gær Ísleifur Þórhallsson framkvæmdastjóri Senu, stærsta skipuleggjanda tónleika og viðburða hér á landi, segir í samtali við Vísi að fólk í tónlistarbransanum sé nú talsvert upplitsdjarfara eftir skýringar sóttvarnalæknis en það var í gær. „Þó að það sé ýmsum spurningum samt ósvarað en þetta lítur mun betur út í dag en það gerði í gær. Maður hefur verið í sambandi við fólk í bransanum í dag og það er mun meiri bjartsýni í dag.“ Flestir hefðu einmitt skilið það þannig að tveggja metra reglan yrði í gildi út árið sem hörð, ófrávíkjanleg regla. „Það hefði eiginlega haft í för með sér að það er bara ekki hægt að halda tónleika. Það var búið að reikna það út að Eldborg í Hörpu, 1500 manna salur færi niður í 350 manna sal, Háskólabíó, 900 sæti færi í 140, og þrjú þúsund manna, sitjandi höll færi niður í 700 manna sal. Þá gengur þetta bara ekki upp lengur,“ segir Ísleifur. „En þegar er búið að segja að þetta séu viðmið og tilmæli, ekki ófrávíkjanlegt, þá hljómar þetta eins og það sé hægt að vinna með þetta. Auðvitað viljum við öll fara eftir reglunum, vera góðir þegnar og gera það sem þarf að gera. Við viljum ekki taka neina áhættu og viljum að allir séu „safe“. Þannig að þetta hljómar eins og það sé hægt að finna lausnir og láta þetta ganga upp. Og að það eigi að vera hægt að halda tónleika.“ Spurningum enn ósvarað Ýmsum viðburðum og tónleikum á vegum Senu hefur verið frestað eða þeim hreinlega aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig var tónleikum bandaríska tónlistarmannsins Beck, sem fara áttu fram í Laugardalshöll í júní, aflýst og öllum ráðstefnum og árshátíðum hefur verið frestað fram á haust. Tónleikar ítalska stórsöngvarans Andrea Bocelli, sem fara áttu fram í Kórnum í Kópavogi í maí, hefur jafnframt verið frestað fram til 3. október. Þá stendur enn til að halda tónleika bandaríska söngvarans Khalid í Laugardalshöll 25. ágúst. „En svo var ýmislegt sem var í pípunum sem var bara sett á ís, sem kannski gerist einhvern tímann seinna. Það voru bara samtöl á bak við tjöldin sem voru komin mislangt á veg. Það fór náttúrulega bara allt í algjört frost. Þannig að við hefðum örugglega tilkynnt um fleiri tónleika sem hefðu verið haldnir í sumar og haust ef þetta hefði ekki skollið á,“ segir Ísleifur. Hann bendir þó á að enn eigi tónleikahaldarar eftir að fá skýr svör frá stjórnvöldum um ýmis útfærsluatriði. „Það sem menn velta fyrir sér núna er að ef maður er með sal. Er í lagi að ákveðin svæði eða ákveðnir bekkir séu seldir því fólki sem gerir kröfu um tveggja metra bil? Og svo kannski er það bara uppselt, og þá hefurðu bara um hitt að velja. Og ef þetta er standandi salur, er þá nóg að selja aldrei alveg í fullan sal þannig að sé alltaf pláss fyrir þá sem vilja geta stigið út úr þvögunni? Er nóg að hafa alltaf bara val um að stíga út úr þvögunni? En ef allir myndu vilja plássið gengur það ekki upp.“ Jólavertíðin í húfi Ísleifur segist jafnframt finna fyrir því að landsmenn sé farið að þyrsta mjög í tónleika. Þá sé framtíð greinarinnar jafnframt mikilvæg fyrir efnahaginn, bransinn sé gríðarstór og margir sem hafi lífsviðurværi sitt af honum. „Það sem er í húfi er jólavertíðin til dæmis. Desember er aðalmánuðurinn fyrir alla íslenska tónlistarmenn. Þá tekurðu inn stærstan hluta af árslaununum í einum mánuði. Fyrir sálarástand þjóðarinnar held ég að væri ekki skemmtilegt að halda jól án jólatónleika. Þannig að þetta er risamál fyrir tónlistarbransann,“ segir Ísleifur. „En nú er þetta allt farið að líta betur út. Nú er maður orðinn nokkuð bjartsýnn með þetta allt. Það er margt búið að skýrast í dag og þetta lítur allt miklu betur út. Þannig að nú sér maður fram á að viðburðir í ágúst fari fram, að Iceland Airvawes fari fram og að jólatónleikar fari fram.“
Samkomubann á Íslandi Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. 6. maí 2020 14:55 Stefnt að því að létt verði frekar á samkomubanni þann 25. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. 6. maí 2020 14:14 Svona var 65. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 6. maí 2020 13:15 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. 6. maí 2020 14:55
Stefnt að því að létt verði frekar á samkomubanni þann 25. maí Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. 6. maí 2020 14:14
Svona var 65. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 6. maí 2020 13:15