Algengar ástæður þess að frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 11:00 Vísir/Getty Næstu misseri verður mikilvægt að hvetja fólk til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, þar á meðal að stofna sín eigin fyrirtæki. Sumir munu sjá tækifæri til að láta gamlan draum rætast á meðan aðrir eru frumkvöðlar í eðli sínu og mæta breyttum heimi með nýjum hugmyndum. Enn aðrir munu horfa til nýsköpunar þar sem stjórnvöld hafa þegar kynnt ýmsar aðgerðir, til dæmis aukið fjármagn í Tækniþróunarsjóð, flýta á ferli umsókna og framlög til endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaða verða hækkuð. En hvað annað en góða hugmynd þurfa frumkvöðlar að huga að áður en lagt er af stað? Hér eru fimm ástæður sem sagðar eru algengar skýringar á því hvers vegna mörg frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin. 1. Lausafjárvandi Á tímum kórónufaraldurs á þetta reyndar við um flest fyrirtæki, ekki síst þau sem fyrir mestu tekjufallinu hafa orðið. Einkenni frumkvöðla eru hins vegar að einblína svo mikið á næsta samning eða næsta viðskiptavin að langtímaáformin gleymast. Lykilatriði er að vera alltaf á tánum og vinna statt og stöðugt að því að tryggja tekjur fram í tíman. 2. Gera of mikið og of margt sjálfir Frumkvöðlar eiga margir það sameiginlegt að útdeila fáum verkefnum og gera nánast allt sjálfir. Þeim finnst þeir fljótari og jafnvel betri en aðrir og hafa reyndar oft ekki ráð á öðru. Sagan sýnir þó að frumkvöðull sem reynir að gera of mikið og of margt sjálfur endar með að hafa ekki þrautseigju fyrir öll verkefnin sem hann/hún er komin með á sína könnu. Hvort viltu gera fátt vel eða margt illa? 3. Treysta á tengslanetið í viðskipti Frumkvöðlar treysta margir á að tengslanetið sem þeir þekkja muni hlaupa til og koma í viðskipti við nýja fyrirtækið þeirra. Þetta á við um vini, vandamenn eða fólk sem það þekkir hjá öðrum fyrirtækjum. Að treysta á þetta hefur því miður ekki reynst góð leið. Frumkvöðull þarf að huga að sölu- og markaðsmálum eins og öll önnur fyrirtæki og fylgja markvisst eftir einhverri stefnu í þeim efnum. 4. Of lág verðlagning Ein algenga ástæða er að framlegðin er lítil sem engin og reksturinn oftar en ekki rekinn með tapi. Oft stafar þetta einfaldlega af því að frumkvöðlar verðleggja sig of lágt til að reyna að afla viðskiptavina. Fyrir vikið enda þeir með að leggja ómælda vinnu og kostnað í starfsemi sem er ekki að standa undir sér. Verðlagning þarf því alltaf að gera ráð fyrir eðlilegri framlegð. 5. Skortur á sýn Fólk sem fer af stað með sitt eigið fyrirtæki veit vel hvað þeim langar að gera og hvað þau ætla sér að gera. Flestir gleyma þó að vinna að framtíðarsýn, til dæmis sýn um það hvernig fyrirtækið á að líta út eftir 15 ár eða hver „exit“ leiðin þeirra gæti verið. Í raun þýðir þetta að farið er af stað með rekstur eins og í ferðarlag sem endar á blindgötu. Stjórnun Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Næstu misseri verður mikilvægt að hvetja fólk til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, þar á meðal að stofna sín eigin fyrirtæki. Sumir munu sjá tækifæri til að láta gamlan draum rætast á meðan aðrir eru frumkvöðlar í eðli sínu og mæta breyttum heimi með nýjum hugmyndum. Enn aðrir munu horfa til nýsköpunar þar sem stjórnvöld hafa þegar kynnt ýmsar aðgerðir, til dæmis aukið fjármagn í Tækniþróunarsjóð, flýta á ferli umsókna og framlög til endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaða verða hækkuð. En hvað annað en góða hugmynd þurfa frumkvöðlar að huga að áður en lagt er af stað? Hér eru fimm ástæður sem sagðar eru algengar skýringar á því hvers vegna mörg frumkvöðlafyrirtæki lifa ekki af fyrstu tvö árin. 1. Lausafjárvandi Á tímum kórónufaraldurs á þetta reyndar við um flest fyrirtæki, ekki síst þau sem fyrir mestu tekjufallinu hafa orðið. Einkenni frumkvöðla eru hins vegar að einblína svo mikið á næsta samning eða næsta viðskiptavin að langtímaáformin gleymast. Lykilatriði er að vera alltaf á tánum og vinna statt og stöðugt að því að tryggja tekjur fram í tíman. 2. Gera of mikið og of margt sjálfir Frumkvöðlar eiga margir það sameiginlegt að útdeila fáum verkefnum og gera nánast allt sjálfir. Þeim finnst þeir fljótari og jafnvel betri en aðrir og hafa reyndar oft ekki ráð á öðru. Sagan sýnir þó að frumkvöðull sem reynir að gera of mikið og of margt sjálfur endar með að hafa ekki þrautseigju fyrir öll verkefnin sem hann/hún er komin með á sína könnu. Hvort viltu gera fátt vel eða margt illa? 3. Treysta á tengslanetið í viðskipti Frumkvöðlar treysta margir á að tengslanetið sem þeir þekkja muni hlaupa til og koma í viðskipti við nýja fyrirtækið þeirra. Þetta á við um vini, vandamenn eða fólk sem það þekkir hjá öðrum fyrirtækjum. Að treysta á þetta hefur því miður ekki reynst góð leið. Frumkvöðull þarf að huga að sölu- og markaðsmálum eins og öll önnur fyrirtæki og fylgja markvisst eftir einhverri stefnu í þeim efnum. 4. Of lág verðlagning Ein algenga ástæða er að framlegðin er lítil sem engin og reksturinn oftar en ekki rekinn með tapi. Oft stafar þetta einfaldlega af því að frumkvöðlar verðleggja sig of lágt til að reyna að afla viðskiptavina. Fyrir vikið enda þeir með að leggja ómælda vinnu og kostnað í starfsemi sem er ekki að standa undir sér. Verðlagning þarf því alltaf að gera ráð fyrir eðlilegri framlegð. 5. Skortur á sýn Fólk sem fer af stað með sitt eigið fyrirtæki veit vel hvað þeim langar að gera og hvað þau ætla sér að gera. Flestir gleyma þó að vinna að framtíðarsýn, til dæmis sýn um það hvernig fyrirtækið á að líta út eftir 15 ár eða hver „exit“ leiðin þeirra gæti verið. Í raun þýðir þetta að farið er af stað með rekstur eins og í ferðarlag sem endar á blindgötu.
Stjórnun Nýsköpun Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira