Stjórnun

Fréttamynd

Nýtt trend: Engir yfir­menn á vinnu­staðnum

Eitt af því sem mikið hefur verið rætt, ritað um og rannsakað síðustu árin, er helgun starfsmanna. Sem snýst um að rýna í það hversu nátengt og skuldbundið fólk upplifi sig í starfi. Hversu miklu máli starfið og vinnustaðurinn skipti fólk.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„What’s your claim to fame?“

Fyrir nokkrum árum átti ég fund með forstöðumanni vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Ég var mættur á réttum tíma en forstöðumaðurinn var enn á fundi þegar ég kom. Hann kom þó út af skrifstofu sinni stuttu síðar ásamt prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands sem heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Forstöðumaðurinn heilsaði mér og spurði Hannes hvort að við Hannes hefðum ekki hist áður. Hannes leit á mig rannsakandi um stundarkorn og sagði svo: „What’s your claim to fame?“

Umræðan
Fréttamynd

Góð ráð til að hvetja starfs­fólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins

Jæja. Haustið fer að skella á. Skólarnir hefjast eftir nokkra daga og áður en við vitum af, smellur rútínan okkar aftur í réttan gír eftir sumarfrí. Stundum getur það verið átak að komast aftur af stað en þó er það þannig að flestir eru einhvern veginn tilbúnir fyrir haustið, meira að segja krakkarnir verða spenntir fyrir skólanum á ný.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eyjólfur Árni og Rann­veig Rist koma ný inn í stjórn Klíníkurinnar

Á aðalfundi Klíníkurinnar, sem starfrækir einkarekna skurðaðgerðarþjónustu í Ármúla, í gær voru þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Rannveig Rist, forstjóri ISAL-álversins í Straumsvík, kjörin ný inn í stjórn félagsins. Eyjólfur Árni, sem verður jafnframt stjórnarformaður Klíníkurinnar, segir það vera grundvallaratriði að fyrirtæki eins og Klíníkin fái að þróast í takt við þær breytingar sem eru að verða heilbrigðisþjónustu hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Ofur­á­hersla á um­hverfis­málin þegar sjálfbærnin snýst í raun um fólk

„Oft leggjum við ofur áherslu á umhverfisvernd þegar við ræðum sjálfbærni. Loftslagsváin er vissulega aðkallandi og nauðsynlegt að fyrirtæki minnki kolefnisfótspor sitt. En í grunninn snýst sjálfbærni í um fólk,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sjálfbærniskólinn opnar: Reglu­gerðin mun líka hafa á­hrif á lítil og meðal­stór fyrir­tæki

„Vissulega nær reglugerðin aðeins til stærri fyrirtækja, með 250 manns eða fleiri og smærri félög tengd almannahagsmunum. Hugmyndafræðin nær hins vegar til allra fyrirtækja, sem þýðir að fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki munu breyttar leikreglur líka hafa áhrif,“ segir Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans sem hefst í Opna Háskólanum, Háskóla Reykjavík í haust.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég nenni ekki að standa í ein­hverju veseni“

„Ég á það til dæmis til að tala svolítið mikið. Samt hef ég ekkert meiri rétt til þess að tala á kaffistofunni en starfsfólkið. Enda hef ég sagt við þau að þá verði þau bara að segja mér að þegja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og íþróttalýsandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Hann eyði­leggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“

„Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Við trúum á kraft sann­leikans

Ef fyrirtæki leggur áherslu á gildin fagmennsku, þjónustu og metnað, hvernig breytir það starfi fyrirtækis að gildi þessu séu hagkvæmni, samvinnu og jákvæðni? Væri fagmennskan minni eða þjónustan verri ef skilgreind gildi væru önnur?

Umræðan
Fréttamynd

Hvað er eigin­lega að gerast?

Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var skít­hrædd að senda þessa tölvu­pósta“

„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tók fimm mánuði að byrja að tala ís­lensku

„Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fögnum fjöl­breyti­leikanum: Pól­verjar flestir, síðan Lit­háar, síðan Ís­lendingar

„Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eiga ekki bara að vera Ís­lendingar í betur launuðu störfunum

„Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting.

Atvinnulíf