Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. september 2025 07:03 Það er áhugavert að fá innsýn í starf fjölmennustu og elstu íþróttahreyfingar landsins; Golfsambands Íslands (GSÍ), sem nú stendur í heilmikilli stefnumótunarvinnu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir vaxtaverki og farsæld í raun hafa kallað á að þessi stefnumótunarvinna færi af stað. Vísir/Anton Brink „Aukningin er 11% frá því í fyrra,“ segir Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands (GSÍ) sem nú telur um 30 þúsund meðlimi í gegnum 62 golfklúbba. Sem þýðir að GSÍ er ekki aðeins elsta íþróttahreyfing landsins, heldur ein sú fjölmennasta, ef ekki sú fjölmennasta í ár. „Við erum farsæl og ljóst að kylfingum fer sífellt fjölgandi. En farsæld fylgja oft vaxtarverkir og sú stefnumótunarkrafa sem við vorum farin að finna fyrir, er í raun ein birtingarmyndin af því,“ segir Hulda um stemninguna sem nú er í gangi. Og vinnu ýmissa sjálfboðaliða! Því já; GSÍ er einfaldlega á fullu í stefnumótunarvinnu til undirbúnings fyrir Golfþing sambandsins sem haldið verður í nóvember. „Það er hefð fyrir því að á Golfþingi GSÍ, þar sem aðilar úr öllum golfklúbbum landsins mætast, samþykki þingið þá aðgerðaráætlun og framtíðarsýn sem unnin er í stefnumótunarvinnunni.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um stefnumótun og innleiðingu stefnu. Engin forgjöf í árangri Okkur gæti dottið í hug að hjá íþróttahreyfingu eins og GSÍ, gangi allt svo smurt fyrir sig að það er varla að það þurfi að hafa nokkuð fyrir hlutunum: Svo vinsælt sé golfið. Það er nú öðru nær því í samtali við Huldu er augljóst að nánast ekkert er tilviljun ein. Í samtali við Huldu má til dæmis heyra hana tala um markmið eins og: Að fjölga í barna- og unglingahópnum þannig að hlutfall iðkenda yngri en 18 ára nemi 20%. Hlutfallið nú er 16%. Að ná 40% hlutfalli kvenna í golfhreyfinguna. Í dag er 34% kylfinga konur en þess má líka geta að Hulda er fyrsti kvenforseti hreyfingarinnar. Að fjölga í afrekshópi kylfinga sem spila í á sterkum mótaröðum. Flestir kylfingar búa á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem starfræktir eru tíu klúbbar. „Það segir sig sjálft að áherslur og verkefni golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu geta verið allt aðrar heldur en hjá golfklúbbi úti á landi. Starfsmenn stærri klúbba geta verið nokkrir á meðan smærri klúbbar byggja kannski á því að einn maður er með marga hatta á höfði og sér nánast um allt,“ nefnir Hulda sem dæmi um hversu ólík viðfangsefnin eru og hversu mikilvægt það er að horfa til allra þátta þegar starfsemi hreyfingar eins og GSÍ er skoðuð, mótuð og/eða unnið að skarpari framtíðarsýn. Í tölulegum upplýsingum má sjá að iðkendur golfs á höfuðborgarsvæðinu telja tæp 16 þúsund manns, þar af flestir búsettir í Kópavogi og Garðabæ. Næst á eftir kemur Suðurlandið þar sem um 4600 iðkendur búa. Hulda er ein þeirra sem einfaldlega elskar golf. Nýtir hverja stund sem gefst, ekki síst yfir sumartímann. Og vel að því hlutverki komin að leiða sambandið nú í gegnum heljarinnar stefnumótunarvinnu: Hokin af reynslu úr félagsstarfi í gegnum árin; áður hjá Fram, um árabil hjá FKA og í stjórn GSÍ, þar af tvíkjörin forseti hreyfingarinnar, fyrst kjörin árið 2021. En ekkert síður með góða reynslu af stefnumótun fyrirtækja; Nú starfandi sem fræðslu og þróunarstjóri hjá Eimskip en áður sem stjórnandi starfsánægju og vinnustaðamenningar hjá Marel. Svo ekki sé talað um reynsluna úr fjölmiðlum. „En svona vinna er öðruvísi innan félagasamtaka eins og GSÍ. Því ólíkt því sem við þekkjum úr atvinnulífinu, byggir svona vinna mikið á aðkomu sjálfboðaliða. Þetta er þessi þriðji geiri: Svona rétt eins og björgunarsveitir og aðrir hópar sem hafa ákveðið að gefa mikið af sér án þess að fá greitt fyrir persónulega,“ segir Hulda og bætir við: Í atvinnulífinu er líka meira hugsað út frá ebitdunni; Hvernig rekstrarávinningurinn þarf að skila sér hratt og örugglega í kjölfar vinnunnar. Á meðan stefnumótun í íþróttahreyfingu þarf að taka mið af hvoru tveggja; Ástríðunni fyrir íþróttinni en líka því að reksturinn gangi upp og að árangur íþróttastarfsins skili sér.“ GSÍ Kylfingum fjölgar og fjölgar Til að setja hlutina í samhengi má nefna að frá árinu 2023 – 2024 jókst fjöldi meðlima innan GSÍ um 9%, eða sem samsvarar um 2100 manns. 11% fjölgun frá því í fyrra þýðir því að kylfingum hefur fjölgað um tæpa 3000 á þessu ári. „Síðustu fjögur árin höfum við verið að vinna eftir stefnu og framtíðarsýn sem hreyfingin mótaði árið 2019 og nær til ársins 2027,“ segir Hulda en bætir við: „Það var samt margt farið að kalla á að skerpa enn meira á þessari framtíðarsýn sambandsins. Vöxturinn en líka ýmsar breytingar í samfélaginu kölluðu á í auknum mæli eftir skýrari sýn inn í ákveðna málaflokka.“ Fleira má telja til. „Við viljum líka styrkja ímynd golfklúbbana innan sveitarfélaga og hrista af okkur þá ímynd að golfvellir séu einhver útivistarsvæði sem miðaldra hvítir karlar eru bara með út af fyrir sig. Því það er svo fjarri sannleikanum,“ segir Hulda og nefnir dæmi: „Stærsti klúbburinn telur til dæmis 2700 kylfinga, þar af eru 300 kylfingar börn.“ Annað sem Hulda nefnir líka er munurinn á rekstri golfklúbba og golfíþróttamiðstöðvar. „Golfíþróttamiðstöð snýst um að reka fjölnota útivistarsvæði í sínu nær umhverfi, en allt eru þetta atriði sem verið er að ræða í stefnumótunarvinnunni.“ Hulda segir almennt frekar óvenjulegt að stefna spanni átta ára tímabil eins og síðasta stefnumótun gerði. Sú framtíðarsýn sé þó grunnurinn sem enn er verið að vinna á og sem dæmi þá hjálpar svona vinna við að skýra hlutverk og ábyrg sambands annars vegar og klúbba hins vegar „En þetta er alltaf vinna sem skilar sér til langrar framtíðar. Ég til dæmis vona að vinnan sem við erum í nú, sé vinna sem muni líka skila sér til langrar og farsællar framtíðar fyrir hreyfinguna. Stefnumótun og framtíðarsýn sem við vinnum í dag, getur enn verið að skila sér sem sterkur grunnur í golfheiminum eftir 50-70 ár þess vegna.“ Á þessu ári hefur kylfingum fjölgað um þrjú þúsund og í fyrra um 2100. Hulda segir fjölgunina gífurlega en markmiðin eru líka háleit; Hvort sem litið er til golfmóta, fjölda iðkenda, gæða á golfvöllum, menntun vallastjóra og svo framvegis. Allt eru þetta atriði rætt í þaula í stefnumótunarvinnunni sem nú fer fram.Vísir/Anton Brink Ástríðan og vinnan Dag frá degi segir hún golfklúbba fyrst og fremst upptekna við þau verkefni sem snúa að þeim sjálfum: Að golfvöllurinn sé sem bestur, að iðkendurséu nógu margir til að reksturinn geri sig og að starfið blómstri. Og svo framvegis. „Í svona félagsstarfi skiptir öllu máli að nálgast fólk þar sem það er statt og tryggja eignarhluta sem flestra að stefnumótuninni,“ segir Hulda og útskýrir: „Það gengur til dæmis engan veginn að hreyfing eins og GSÍ tali í boðhætti og segi: Nú þurfið þið að fara að gera hlutina svona. Þvert á móti er það okkar í stjórn að sinna því hlutverki að ferðast um landið, hitta fyrir okkar félaga og taka samtalið.“ Sem Hulda segir alltaf skila sér. „Oft snýst þetta bara um að máta fólk við markmiðin okkar þannig að íþrótta áherslurnar sem GSÍ er að vinna að, sé eitthvað sem hver og einn golfklúbbur nær að tengja sig við. Ég nefni sem dæmi ímyndað samtal þar sem spurningin mín gæti verið: En þú vilt tryggja að meðlimum fjölgi í klúbbnum er það ekki? Svarið er þá alltaf jú og þá bætir maður við: Þess vegna er svo mikilvægt að fjölga í barna- og unglingahópnum; við þurfum alltaf endurnýjun.“ Í það rúma ár síðan stefnumótunarverkefnið hófst formlega, hafa ýmsir vinnuhópar verið myndaðir. Þar sem formenn og starfsfólk klúbba koma saman og taka samtalið. Ýmsir vinnuhópar hafa verið myndaðir í kringum þá stefnumótun sem nú er í gangi. Kannanir hafa verið sendar á keppendur, kylfinga og forsvarsfólk golfklúbbanna. „Á laugardaginn erum við til dæmis með vinnufund þar sem við erum að fá ýmsa sérfræðinga og reynslubolta að borði, allt gott dæmi um hversu mikilvægt sjálfboðastarfið er innan hreyfingarinnar,“ segir Hulda og ljóst að stemningin í kringum þetta allt saman virðist töluverð. Enda golf ástríða. „Þetta er hellingsvinna, því við erum ekki aðeins að tala saman innan okkar hóps heldur þarf samtalið líka að ná til allra hagaðila. Miklu skiptir að enginn sé út undan og hluti af vinnunni felur líka í sér heilmikla greiningavinnu.“ Í samanburði við stefnumótunarvinnu fyrirtækja í atvinnulífinu virkar þetta mögulega svolítið flókið. Sem Hulda segir þó ekki vera. „Það sem við erum í raun að gera er að vinna stefnumótun og framtíðarsýn, en líka að undirbúa okkur undir öll samtöl eða spurningar sem upp geta komið á Golfþingi, þar sem endanleg stefnumótun er samþykkt. Með undirbúningnum okkar og þeirri vinnu sem nú er í gangi, erum við í raun að tryggja að hægt sé að svara þeim spurningum sem upp á þinginu kunna að koma,“ segir Hulda og bætir við: En þú verður líka að muna að við erum að tala um þrjátíu þúsund manna hreyfingu. Þannig að þetta er stórt verkefni. Og ég lít á það sem hlutverk stjórnar sambandsins að leiða, sýna frumkvæði og vera með skýra sýn og aðgerðir sem við skuldbindum okkur til að fylgja eftir. Það ætti um leið að auðvelda eða leiðbeina golfklúbbunum enn frekar í sinni stefnumótun.“ Sett í það samhengi, er augljóst að samanburður við stefnumótunarferli íslenskra vinnustaða er varla mögulegur. GSÍ ætlar að vera meðal þeirra 30% sem ná að innleiða stefnuna sína í kjölfar stefnumótunarvinnunnar en Hulda segir að til þess að það takist þurfi einfaldlega að endurtaka og endurtaka og endurtaka sömu hlutina aftur og aftur og einfalda skilaboðin þannig að allir vilji hoppa á vagninn.Vísir/Anton Brink Næstu skref Hulda segist vænta þess að út úr vinnunni og samþykktum Golfþings, muni hreyfingin koma út enn samhentari og öflugri en áður. „Þar sem markmiðin okkar eru enn skýrari en áður, samskiptin séu skýrari, hlutverk hvers og eins og svo framvegis. Því í íþróttahreyfingu skiptir líka miklu máli að allir skilji á sama hátt til hvers er ætlað af íþróttahreyfingu eins og GSÍ og til hvers er ætlað af hverjum klúbbi fyrir sig.“ Allt sé þetta þó í þágu eflingar golfs sem íþróttar á Íslandi. Þar sem ljóst er að markmið forsetans eru háleit. „Það er ekki bara starf hreyfingarinnar að halda úti stórmót eins og Íslandsmótið og mótaröð sambandsins. Heldur er það líka í okkar hlutverki að vera með skýra sýn á afreksstarfið, reka landsliðin og þar viljum við auðvitað sjá veg okkar sem mestan erlendis. Hvort heldur sem er hjá áhuga- eða atvinnukylfingum okkar. Og ég legg mikið upp úr því að við séum öll ábyrg í umhverfinu og samfélaginu og þar höfum við verið að staðsetja okkur í umræðunni við sveitarfélög og ríki.“ Mikill golfáhugi á Íslandi er reyndar framúrskarandi þegar golfið er skoðað í Evrópu. Því þótt áætlað sé að ríflega 21 milljón fólks séu kylfingar í Evrópu, skorar Ísland hæst hlutfallslega. Því fjöldi kylfinga samsvarar því að um 6.2% þjóðarinnar spili golf. Undanfarin ár hefur mesta fjölgun kylfinga verið á Íslandi og í Noregi. „Eitt af því sem svona stefnumótunarvinna gerir er einmitt að rýna í stöðuna okkar: Hvar erum við stödd núna og hver er staðan okkar miðað við þróunina eins og hún er í heiminum,“ segir Hulda og bætir við: „Í þessari umræðu er þá líka alltaf að mörgu að huga. Til dæmis þarf sífellt að vera að huga að menntun vallarstjóranna okkar svo við töpum ekki niður þeirri þekkingu sem hefur verið byggð upp hérlendis, að golfkennarar séu með færni til að þjálfa þau bestu og svo framvegis.“ Þegar landsþingi lýkur, tekur síðan við innleiðing þar sem aðgerðaráætlun verður kynnt En hvað sér Hulda fyrir sér með tilliti til innleiðingarinnar og þeirrar staðreyndar að aðeins 30% aðila ná að innleiða stefnu þegar á reynir? „Við erum að horfa til þess að þessi stefnumótun skili af sér aðgerðaráætlun sem innleidd verður til næstu fimm ára,“ svarar Hulda og bætir við: Að innleiðingin takist snýst síðan alltaf um það sama alls staðar: Að endurtaka og endurtaka og endurtaka hlutina einfaldlega nógu oft. Þótt það sé sama tuggan aftur og aftur. Reyna líka að einfalda skilaboðin eins mikið og hægt er og tengja öll markmið þannig við hópinn að allir séu tilbúnir til að hoppa á vagninn, með sömu heildarmyndina að leiðarljósi.“ En hvernig er hægt að mæla það, hversu vel tókst til? „Í raun mælum við ekki árangur stefnumótunarvinnu með einhverju sjúlluðu partí hjá hreyfingu eins og GSÍ. Birtingarmyndin er miklu frekar íþróttafólkið okkar. Það er okkar viðurkenning. Ef árangurinn endurspeglast í betra skori, meiri gæðum golfvalla, fleiri iðkendum eða fleiri sigrum, þá er það besti mælikvarðinn á því hvernig golfinu er að ganga sem íþróttagrein.“ Stjórnun Golf Tengdar fréttir SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Sem þýðir að GSÍ er ekki aðeins elsta íþróttahreyfing landsins, heldur ein sú fjölmennasta, ef ekki sú fjölmennasta í ár. „Við erum farsæl og ljóst að kylfingum fer sífellt fjölgandi. En farsæld fylgja oft vaxtarverkir og sú stefnumótunarkrafa sem við vorum farin að finna fyrir, er í raun ein birtingarmyndin af því,“ segir Hulda um stemninguna sem nú er í gangi. Og vinnu ýmissa sjálfboðaliða! Því já; GSÍ er einfaldlega á fullu í stefnumótunarvinnu til undirbúnings fyrir Golfþing sambandsins sem haldið verður í nóvember. „Það er hefð fyrir því að á Golfþingi GSÍ, þar sem aðilar úr öllum golfklúbbum landsins mætast, samþykki þingið þá aðgerðaráætlun og framtíðarsýn sem unnin er í stefnumótunarvinnunni.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um stefnumótun og innleiðingu stefnu. Engin forgjöf í árangri Okkur gæti dottið í hug að hjá íþróttahreyfingu eins og GSÍ, gangi allt svo smurt fyrir sig að það er varla að það þurfi að hafa nokkuð fyrir hlutunum: Svo vinsælt sé golfið. Það er nú öðru nær því í samtali við Huldu er augljóst að nánast ekkert er tilviljun ein. Í samtali við Huldu má til dæmis heyra hana tala um markmið eins og: Að fjölga í barna- og unglingahópnum þannig að hlutfall iðkenda yngri en 18 ára nemi 20%. Hlutfallið nú er 16%. Að ná 40% hlutfalli kvenna í golfhreyfinguna. Í dag er 34% kylfinga konur en þess má líka geta að Hulda er fyrsti kvenforseti hreyfingarinnar. Að fjölga í afrekshópi kylfinga sem spila í á sterkum mótaröðum. Flestir kylfingar búa á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem starfræktir eru tíu klúbbar. „Það segir sig sjálft að áherslur og verkefni golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu geta verið allt aðrar heldur en hjá golfklúbbi úti á landi. Starfsmenn stærri klúbba geta verið nokkrir á meðan smærri klúbbar byggja kannski á því að einn maður er með marga hatta á höfði og sér nánast um allt,“ nefnir Hulda sem dæmi um hversu ólík viðfangsefnin eru og hversu mikilvægt það er að horfa til allra þátta þegar starfsemi hreyfingar eins og GSÍ er skoðuð, mótuð og/eða unnið að skarpari framtíðarsýn. Í tölulegum upplýsingum má sjá að iðkendur golfs á höfuðborgarsvæðinu telja tæp 16 þúsund manns, þar af flestir búsettir í Kópavogi og Garðabæ. Næst á eftir kemur Suðurlandið þar sem um 4600 iðkendur búa. Hulda er ein þeirra sem einfaldlega elskar golf. Nýtir hverja stund sem gefst, ekki síst yfir sumartímann. Og vel að því hlutverki komin að leiða sambandið nú í gegnum heljarinnar stefnumótunarvinnu: Hokin af reynslu úr félagsstarfi í gegnum árin; áður hjá Fram, um árabil hjá FKA og í stjórn GSÍ, þar af tvíkjörin forseti hreyfingarinnar, fyrst kjörin árið 2021. En ekkert síður með góða reynslu af stefnumótun fyrirtækja; Nú starfandi sem fræðslu og þróunarstjóri hjá Eimskip en áður sem stjórnandi starfsánægju og vinnustaðamenningar hjá Marel. Svo ekki sé talað um reynsluna úr fjölmiðlum. „En svona vinna er öðruvísi innan félagasamtaka eins og GSÍ. Því ólíkt því sem við þekkjum úr atvinnulífinu, byggir svona vinna mikið á aðkomu sjálfboðaliða. Þetta er þessi þriðji geiri: Svona rétt eins og björgunarsveitir og aðrir hópar sem hafa ákveðið að gefa mikið af sér án þess að fá greitt fyrir persónulega,“ segir Hulda og bætir við: Í atvinnulífinu er líka meira hugsað út frá ebitdunni; Hvernig rekstrarávinningurinn þarf að skila sér hratt og örugglega í kjölfar vinnunnar. Á meðan stefnumótun í íþróttahreyfingu þarf að taka mið af hvoru tveggja; Ástríðunni fyrir íþróttinni en líka því að reksturinn gangi upp og að árangur íþróttastarfsins skili sér.“ GSÍ Kylfingum fjölgar og fjölgar Til að setja hlutina í samhengi má nefna að frá árinu 2023 – 2024 jókst fjöldi meðlima innan GSÍ um 9%, eða sem samsvarar um 2100 manns. 11% fjölgun frá því í fyrra þýðir því að kylfingum hefur fjölgað um tæpa 3000 á þessu ári. „Síðustu fjögur árin höfum við verið að vinna eftir stefnu og framtíðarsýn sem hreyfingin mótaði árið 2019 og nær til ársins 2027,“ segir Hulda en bætir við: „Það var samt margt farið að kalla á að skerpa enn meira á þessari framtíðarsýn sambandsins. Vöxturinn en líka ýmsar breytingar í samfélaginu kölluðu á í auknum mæli eftir skýrari sýn inn í ákveðna málaflokka.“ Fleira má telja til. „Við viljum líka styrkja ímynd golfklúbbana innan sveitarfélaga og hrista af okkur þá ímynd að golfvellir séu einhver útivistarsvæði sem miðaldra hvítir karlar eru bara með út af fyrir sig. Því það er svo fjarri sannleikanum,“ segir Hulda og nefnir dæmi: „Stærsti klúbburinn telur til dæmis 2700 kylfinga, þar af eru 300 kylfingar börn.“ Annað sem Hulda nefnir líka er munurinn á rekstri golfklúbba og golfíþróttamiðstöðvar. „Golfíþróttamiðstöð snýst um að reka fjölnota útivistarsvæði í sínu nær umhverfi, en allt eru þetta atriði sem verið er að ræða í stefnumótunarvinnunni.“ Hulda segir almennt frekar óvenjulegt að stefna spanni átta ára tímabil eins og síðasta stefnumótun gerði. Sú framtíðarsýn sé þó grunnurinn sem enn er verið að vinna á og sem dæmi þá hjálpar svona vinna við að skýra hlutverk og ábyrg sambands annars vegar og klúbba hins vegar „En þetta er alltaf vinna sem skilar sér til langrar framtíðar. Ég til dæmis vona að vinnan sem við erum í nú, sé vinna sem muni líka skila sér til langrar og farsællar framtíðar fyrir hreyfinguna. Stefnumótun og framtíðarsýn sem við vinnum í dag, getur enn verið að skila sér sem sterkur grunnur í golfheiminum eftir 50-70 ár þess vegna.“ Á þessu ári hefur kylfingum fjölgað um þrjú þúsund og í fyrra um 2100. Hulda segir fjölgunina gífurlega en markmiðin eru líka háleit; Hvort sem litið er til golfmóta, fjölda iðkenda, gæða á golfvöllum, menntun vallastjóra og svo framvegis. Allt eru þetta atriði rætt í þaula í stefnumótunarvinnunni sem nú fer fram.Vísir/Anton Brink Ástríðan og vinnan Dag frá degi segir hún golfklúbba fyrst og fremst upptekna við þau verkefni sem snúa að þeim sjálfum: Að golfvöllurinn sé sem bestur, að iðkendurséu nógu margir til að reksturinn geri sig og að starfið blómstri. Og svo framvegis. „Í svona félagsstarfi skiptir öllu máli að nálgast fólk þar sem það er statt og tryggja eignarhluta sem flestra að stefnumótuninni,“ segir Hulda og útskýrir: „Það gengur til dæmis engan veginn að hreyfing eins og GSÍ tali í boðhætti og segi: Nú þurfið þið að fara að gera hlutina svona. Þvert á móti er það okkar í stjórn að sinna því hlutverki að ferðast um landið, hitta fyrir okkar félaga og taka samtalið.“ Sem Hulda segir alltaf skila sér. „Oft snýst þetta bara um að máta fólk við markmiðin okkar þannig að íþrótta áherslurnar sem GSÍ er að vinna að, sé eitthvað sem hver og einn golfklúbbur nær að tengja sig við. Ég nefni sem dæmi ímyndað samtal þar sem spurningin mín gæti verið: En þú vilt tryggja að meðlimum fjölgi í klúbbnum er það ekki? Svarið er þá alltaf jú og þá bætir maður við: Þess vegna er svo mikilvægt að fjölga í barna- og unglingahópnum; við þurfum alltaf endurnýjun.“ Í það rúma ár síðan stefnumótunarverkefnið hófst formlega, hafa ýmsir vinnuhópar verið myndaðir. Þar sem formenn og starfsfólk klúbba koma saman og taka samtalið. Ýmsir vinnuhópar hafa verið myndaðir í kringum þá stefnumótun sem nú er í gangi. Kannanir hafa verið sendar á keppendur, kylfinga og forsvarsfólk golfklúbbanna. „Á laugardaginn erum við til dæmis með vinnufund þar sem við erum að fá ýmsa sérfræðinga og reynslubolta að borði, allt gott dæmi um hversu mikilvægt sjálfboðastarfið er innan hreyfingarinnar,“ segir Hulda og ljóst að stemningin í kringum þetta allt saman virðist töluverð. Enda golf ástríða. „Þetta er hellingsvinna, því við erum ekki aðeins að tala saman innan okkar hóps heldur þarf samtalið líka að ná til allra hagaðila. Miklu skiptir að enginn sé út undan og hluti af vinnunni felur líka í sér heilmikla greiningavinnu.“ Í samanburði við stefnumótunarvinnu fyrirtækja í atvinnulífinu virkar þetta mögulega svolítið flókið. Sem Hulda segir þó ekki vera. „Það sem við erum í raun að gera er að vinna stefnumótun og framtíðarsýn, en líka að undirbúa okkur undir öll samtöl eða spurningar sem upp geta komið á Golfþingi, þar sem endanleg stefnumótun er samþykkt. Með undirbúningnum okkar og þeirri vinnu sem nú er í gangi, erum við í raun að tryggja að hægt sé að svara þeim spurningum sem upp á þinginu kunna að koma,“ segir Hulda og bætir við: En þú verður líka að muna að við erum að tala um þrjátíu þúsund manna hreyfingu. Þannig að þetta er stórt verkefni. Og ég lít á það sem hlutverk stjórnar sambandsins að leiða, sýna frumkvæði og vera með skýra sýn og aðgerðir sem við skuldbindum okkur til að fylgja eftir. Það ætti um leið að auðvelda eða leiðbeina golfklúbbunum enn frekar í sinni stefnumótun.“ Sett í það samhengi, er augljóst að samanburður við stefnumótunarferli íslenskra vinnustaða er varla mögulegur. GSÍ ætlar að vera meðal þeirra 30% sem ná að innleiða stefnuna sína í kjölfar stefnumótunarvinnunnar en Hulda segir að til þess að það takist þurfi einfaldlega að endurtaka og endurtaka og endurtaka sömu hlutina aftur og aftur og einfalda skilaboðin þannig að allir vilji hoppa á vagninn.Vísir/Anton Brink Næstu skref Hulda segist vænta þess að út úr vinnunni og samþykktum Golfþings, muni hreyfingin koma út enn samhentari og öflugri en áður. „Þar sem markmiðin okkar eru enn skýrari en áður, samskiptin séu skýrari, hlutverk hvers og eins og svo framvegis. Því í íþróttahreyfingu skiptir líka miklu máli að allir skilji á sama hátt til hvers er ætlað af íþróttahreyfingu eins og GSÍ og til hvers er ætlað af hverjum klúbbi fyrir sig.“ Allt sé þetta þó í þágu eflingar golfs sem íþróttar á Íslandi. Þar sem ljóst er að markmið forsetans eru háleit. „Það er ekki bara starf hreyfingarinnar að halda úti stórmót eins og Íslandsmótið og mótaröð sambandsins. Heldur er það líka í okkar hlutverki að vera með skýra sýn á afreksstarfið, reka landsliðin og þar viljum við auðvitað sjá veg okkar sem mestan erlendis. Hvort heldur sem er hjá áhuga- eða atvinnukylfingum okkar. Og ég legg mikið upp úr því að við séum öll ábyrg í umhverfinu og samfélaginu og þar höfum við verið að staðsetja okkur í umræðunni við sveitarfélög og ríki.“ Mikill golfáhugi á Íslandi er reyndar framúrskarandi þegar golfið er skoðað í Evrópu. Því þótt áætlað sé að ríflega 21 milljón fólks séu kylfingar í Evrópu, skorar Ísland hæst hlutfallslega. Því fjöldi kylfinga samsvarar því að um 6.2% þjóðarinnar spili golf. Undanfarin ár hefur mesta fjölgun kylfinga verið á Íslandi og í Noregi. „Eitt af því sem svona stefnumótunarvinna gerir er einmitt að rýna í stöðuna okkar: Hvar erum við stödd núna og hver er staðan okkar miðað við þróunina eins og hún er í heiminum,“ segir Hulda og bætir við: „Í þessari umræðu er þá líka alltaf að mörgu að huga. Til dæmis þarf sífellt að vera að huga að menntun vallarstjóranna okkar svo við töpum ekki niður þeirri þekkingu sem hefur verið byggð upp hérlendis, að golfkennarar séu með færni til að þjálfa þau bestu og svo framvegis.“ Þegar landsþingi lýkur, tekur síðan við innleiðing þar sem aðgerðaráætlun verður kynnt En hvað sér Hulda fyrir sér með tilliti til innleiðingarinnar og þeirrar staðreyndar að aðeins 30% aðila ná að innleiða stefnu þegar á reynir? „Við erum að horfa til þess að þessi stefnumótun skili af sér aðgerðaráætlun sem innleidd verður til næstu fimm ára,“ svarar Hulda og bætir við: Að innleiðingin takist snýst síðan alltaf um það sama alls staðar: Að endurtaka og endurtaka og endurtaka hlutina einfaldlega nógu oft. Þótt það sé sama tuggan aftur og aftur. Reyna líka að einfalda skilaboðin eins mikið og hægt er og tengja öll markmið þannig við hópinn að allir séu tilbúnir til að hoppa á vagninn, með sömu heildarmyndina að leiðarljósi.“ En hvernig er hægt að mæla það, hversu vel tókst til? „Í raun mælum við ekki árangur stefnumótunarvinnu með einhverju sjúlluðu partí hjá hreyfingu eins og GSÍ. Birtingarmyndin er miklu frekar íþróttafólkið okkar. Það er okkar viðurkenning. Ef árangurinn endurspeglast í betra skori, meiri gæðum golfvalla, fleiri iðkendum eða fleiri sigrum, þá er það besti mælikvarðinn á því hvernig golfinu er að ganga sem íþróttagrein.“
Stjórnun Golf Tengdar fréttir SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01
Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01
„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00