Átti að fá tekjur af heitum pottum eftir að hafa leikið í auglýsingu en sá manninn aldrei aftur Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Viðar Örn gat brosað af sögunni í gær. vísir/s2s Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira