Íslenska viðvörunin gæti spilað lykilhlutverk í hópmálsókn vegna skíðaparadísarinnar Ischgl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 08:03 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. EPA/STR AUSTRIA OUT Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar. Lögfræðingur hóps Þjóðverja sem eru hluti af málsókninni spyr af hverju yfirvöld hafi ekki strax gripið inn í eftir að viðvörunin barst frá Íslandi Eins og komið hefur fram hafa yfirvöld í Týrol-héraði Austurríkis sem og hótel- og bareigendur á skíðasvæðinu Ischgl verið harðlega gagnrýndir fyrir hæg viðbrögð við kórónuveirusmiti sem virðist hafa grasserað þar í febrúar og mars. Ekki síst vegna þess að í ljós hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sendi þeim viðvörun um að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum væri skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Í vikunni birti austurrískur fjölmiðill tölvupóst þar sem sjá má að íslensk yfirvöld sendu sama dag nokkuð greinargóðan tölvupóst til austurríska yfirvalda um smit sem rakin voru til Ischgl. Tölvupósturinn virðist hafa haft lítil áhrif þar sem skíðasvæðinu var ekki lokað fyrr en viku síðar. Skíðasvæðinu hefur meðal annars verið lýst sem staðnum sem sýkti hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg segir að yfir fimm þúsund manns hafi skráð nafn sitt á fyrirhugaða hópmálsókn gegn yfirvöldum í Týrol-héraði. Tölvupósturinn sem íslensk yfirvöld sendu vekju upp nýjar spurningar og setji meiri pressu á yfirvöld í héraðinu að útskýra af hverju var ekki brugðist fyrr við. Saksóknarar skoða nú hvort að einhver hafi sýnt af sér glæpsamlega vanrækslu í tengslum við málið eða hvort að viðvörunin hafi verið hunsuð viljandi, svo að hin ábatasama starfsemi í Ischgl gæti haldið áfram óáreitt, enda var hápunktur skíðatímabilsins í gangi er kórónuveirufaraldurinn skall á. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þá miðað við að þeir fengu nokkuð augljósar viðvaranir sem þeir virðast hafa hunsað,“ er haft eftir Mark Lee, lögfræðingi sem sérhæfir sig í ferðamálum spurður álits af Bloomberg um málið. „Ég hef séð tímalínuna og mér þykir líklegt að saksóknarar muni sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við,“ er haft eftir Lee. Hópmálsóknin fer af stað ákveði saksóknar að ákæra í málinu og lögmaður um 30 Þjóðverja í málinu spyr af hverju yfirvöld hafi ekki gripið til aðgerða þegar viðvörunin kom. „Af hverju brugðust yfirvöld í Týról ekki strax við um leið og þeir fengu viðvörunina frá Íslandi,“ spyr lögmaðurinn í samtali við Bloomberg. Neytendasamtökin í Austurríki halda utan um hópmálsóknina og segir Peter Kolba, formaður samtakanna í samtali við Bloomberg að það yfirvöld hafi hunsað viðvaranir sé klár grundvöllur fyrir skaðabætur. Lögreglan hefur skilað inn eitt þúsund blaðsíðna skýrslu um málið sem saksóknarar fara nú yfir. Segir Kolba að næstu skref í hópmálsókninni verði tekin þegar samtökin hafi farið yfir þá skýrslu. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. 26. apríl 2020 10:45 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Bandaríska fréttaveitan Bloomberg birti í morgun ítarlega grein um fyrirhugaða hópmálsókn skíðaiðkenda gegn yfirvöldum í austurísku skíðaparadísinni Ischgl. Viðvörun frá íslenskum yfirvöldum um kórónuveirusmit á svæðinu er miðpunktur greinarinnar. Lögfræðingur hóps Þjóðverja sem eru hluti af málsókninni spyr af hverju yfirvöld hafi ekki strax gripið inn í eftir að viðvörunin barst frá Íslandi Eins og komið hefur fram hafa yfirvöld í Týrol-héraði Austurríkis sem og hótel- og bareigendur á skíðasvæðinu Ischgl verið harðlega gagnrýndir fyrir hæg viðbrögð við kórónuveirusmiti sem virðist hafa grasserað þar í febrúar og mars. Ekki síst vegna þess að í ljós hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sendi þeim viðvörun um að skíðabærinn Ischgl í austurrísku Ölpunum væri skilgreint sérstakt áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. Í vikunni birti austurrískur fjölmiðill tölvupóst þar sem sjá má að íslensk yfirvöld sendu sama dag nokkuð greinargóðan tölvupóst til austurríska yfirvalda um smit sem rakin voru til Ischgl. Tölvupósturinn virðist hafa haft lítil áhrif þar sem skíðasvæðinu var ekki lokað fyrr en viku síðar. Skíðasvæðinu hefur meðal annars verið lýst sem staðnum sem sýkti hálfa Evrópu af kórónuveirunni. Í frétt Bloomberg segir að yfir fimm þúsund manns hafi skráð nafn sitt á fyrirhugaða hópmálsókn gegn yfirvöldum í Týrol-héraði. Tölvupósturinn sem íslensk yfirvöld sendu vekju upp nýjar spurningar og setji meiri pressu á yfirvöld í héraðinu að útskýra af hverju var ekki brugðist fyrr við. Saksóknarar skoða nú hvort að einhver hafi sýnt af sér glæpsamlega vanrækslu í tengslum við málið eða hvort að viðvörunin hafi verið hunsuð viljandi, svo að hin ábatasama starfsemi í Ischgl gæti haldið áfram óáreitt, enda var hápunktur skíðatímabilsins í gangi er kórónuveirufaraldurinn skall á. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir þá miðað við að þeir fengu nokkuð augljósar viðvaranir sem þeir virðast hafa hunsað,“ er haft eftir Mark Lee, lögfræðingi sem sérhæfir sig í ferðamálum spurður álits af Bloomberg um málið. „Ég hef séð tímalínuna og mér þykir líklegt að saksóknarar muni sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa ekki brugðist nógu hratt við,“ er haft eftir Lee. Hópmálsóknin fer af stað ákveði saksóknar að ákæra í málinu og lögmaður um 30 Þjóðverja í málinu spyr af hverju yfirvöld hafi ekki gripið til aðgerða þegar viðvörunin kom. „Af hverju brugðust yfirvöld í Týról ekki strax við um leið og þeir fengu viðvörunina frá Íslandi,“ spyr lögmaðurinn í samtali við Bloomberg. Neytendasamtökin í Austurríki halda utan um hópmálsóknina og segir Peter Kolba, formaður samtakanna í samtali við Bloomberg að það yfirvöld hafi hunsað viðvaranir sé klár grundvöllur fyrir skaðabætur. Lögreglan hefur skilað inn eitt þúsund blaðsíðna skýrslu um málið sem saksóknarar fara nú yfir. Segir Kolba að næstu skref í hópmálsókninni verði tekin þegar samtökin hafi farið yfir þá skýrslu.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. 26. apríl 2020 10:45 Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20 Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58 Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Ísland í stóru hlutverki í heimildarmynd um Ischgl Þýskur fréttamaður hefur verið á Íslandi síðustu daga vegna heimildamyndargerðar um kórónuveirusmitin á skíðasvæðinu í Ischgl í Austurríki. 26. apríl 2020 10:45
Ætla að breyta ímynd Ischgl Skíðasvæðið alræmda í austurríska alpabænum Ischgl, sem komst í umræðuna vegna gruns um að staðurinn væri miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Evrópu, mun umbreytast að faraldrinum loknum. 24. apríl 2020 09:20
Djammstaðurinn Ischgl sem sýkti hálfa Evrópu Þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur hafi hljómað víða um Evrópu og austurríska skíðasvæðið Ischgl verið skilgreint sem sérstakt áhættusvæði af heilbrigðisyfirvöldum nokkurra landa, hélt partýið áfram dag eftir dag. 29. mars 2020 14:58
Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 9. mars 2020 14:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent