Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 19:28 Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53