Allar mæður tengja við þessar tilfinningar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. maí 2020 21:07 Sólveig Unnur Ragnarsdóttir Mynd/Úr einkasafni „Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum. Börn og uppeldi Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
„Ég varð móðir sjálf frekar seint eða 38 ára, var ekki komin með mann á þeim tíma og tók þá ákvörðun að fara ein í tæknifrjóvgun og gerast „einstök móðir.“ Manninum kynntist ég síðan þegar ég var ólétt af dóttur minni þannig að það mætti segja að líf mitt hafi breyst nokkuð mikið eftir að hún fæddist,“ segir Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Hún ákvað að gera myndband við lagið Móðurást í tilefni af mæðradeginum í dag. Móðurást er samið við erlent lag en lagahöfundar eru Katherine Maria Jenkins, Jon Cohen og Brendan Graham. Sindri Reyr Einarsson eiginmaður Sólveigar er fréttatökumaður og tók þetta fallega myndband við lagið. „Ég heyrði þetta fallega lag með Katherine Jenkins fyrir um þremur árum síðan þegar að ég var nýbökuð móðir og var voðalega væminn yfir öllum þessum nýju tilfinningum sem voru að koma yfir mig. Textinn talaði því til mín og ég hugsaði að það gæti verið gaman að láta gera íslenskan texta þar sem að þetta væri ekkert mjög þekkt lag.“ Hún gerði ekkert með þetta strax en seint á síðasta ári að þá bað hún ömmu sína Rögnu Guðvarðardóttur, sem er mikið skáld, að semja fyrir sig íslenskan texta við lagið. „Þá var ekki aftur snúið og hafði ég samband við hann Óskar Einarsson og bað hann um að spila inn undirleik og taka mig upp. Þetta var síðan tekið ennþá lengra því að eiginmaðurinn Sindri Reyr Einarsson gerði síðan tónlistarmyndband við lagið.“ Klippa: Sólveig Unnur - Móðurást Sólveig útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík með söngkennarapróf 2005. Fór síðan til Danmerkur að læra Complete Vocal Technique og er viðurkenndur kennari í þeirri aðferð. Hún rekur núna söngskóla sem að heitir Vocalist. „Ég held að lagið og textinn höfði til allra mæðra og það séu allar sem að tengja við þessar tilfinningar. Sjálf tileinka ég lagið móður minni, ömmu minni og dóttir minni sem gaf mér móðurástina,“ segir hún að lokum.
Börn og uppeldi Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira