Lífið

Daði og félagar fóru létt með Eurovision-eftirlíkingu aðdáendasíðna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ísland efst á blaði.
Ísland efst á blaði. Mynd/FÁSES

Daði og Gagnamagnið voru efst í sérstakri Eurovision-keppni Eurovision-aðdáendasíða. Hátt í tuttugu síður tóku þátt og vandað var til verka.

„Hátt í tuttugu Eurovisionvefsíður sameinuðu krafta sína og héldu sína eigin Eurovision 2020 keppni undir nafninu Eurostream 2020. Keppnin var með hefðbundu júrósniði, með fagdómnefndum og kosningu almennings, en var haldin á netinu í ljósi aðstæðna. Úrslitum keppninnar var að ljúka og sigruðu Daði&Gagnamagnið keppnina með yfirburðum!,“ segir á Facebook-síðu FÁSES - OGAE Ísland, aðdáendusíðu Eurovision á Íslandi.

Keppnin fór fram með sambærilegu sniði og Eurovision-keppnin sjálf. Lögin voru spiluð og þeir sem fylgdust með gátu greitt atkvæði, auk þess sem að fagdómnefndir frá hverri þátttökusíðu greiddu atkvæði.

Daði og félagar sigruðu með yfirburðum, fengu 434 stig en næst var Litháen með 303.

Undirbúningur fyrir Eurovision væri í fullum gangi þessa dagana hefði keppninni ekki verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Undanúrslitin áttu að vera í þessari viku og úrslitin um næstu helgi.

Hátt í tuttugu Eurovisionvefsíður sameinuðu krafta sína og héldu sína eigin Eurovision 2020 keppni undir nafninu...

Posted by FÁSES - OGAE Iceland on Laugardagur, 9. maí 2020





Fleiri fréttir

Sjá meira


×