Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 10:00 Guðni Bergsson á hælum Danny Dichio, leikmanns QPR, í þessum sögulega leik á Loftus Road fyrir tæpum 24 árum síðan. Getty/Michael Stephens Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið. Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið.
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Sjá meira