Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 10:00 Guðni Bergsson á hælum Danny Dichio, leikmanns QPR, í þessum sögulega leik á Loftus Road fyrir tæpum 24 árum síðan. Getty/Michael Stephens Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið. Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið.
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn