Minnast hjónanna sem létust: „Sorg ríkir í bænum okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2020 08:29 Sorg ríkir nú í Hveragerði eftir að hjón sem voru þar búsett létust úr Covid-19. Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira