Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 18:05 Icelandair reynir nú að ljúka samningum við starfsfólk á sama tíma og reynt er að bjarga rekstri félagsins frá afleiðingum kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira