Að halda einbeitingu í vinnu: Sex góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2020 09:00 Það getur verið áskorun að halda einbeitingunni í vinnunni. Vísir/Getty Það kannast allir við að eiga erfitt með að einbeita sér stundum. Sumir dagar eru jafnvel verri en aðrir og eflaust vilja einhverjir meina að mánudagarnir séu sérstaklega erfiðir. Að geta einbeitt sér daglangt í vinnu er líka ekkert sjálfgefið og alveg þess virði að fara yfir þau atriði sem geta hjálpað. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað óháð því hvar við vinnum. 1. Er hugurinn undirbúinn undir verkefnið eða daginn? Hvort sem vinnudagurinn er að hefjast eða við að ráðast í eitthvað nýtt verkefni er ágætt að gefa okkur smá svigrúm til að undirbúa hugann. Þó ekki væri nema mínúta eða tvær sem leyfir huganum að fara yfir það hvað bíður okkar í dag eða í hverju næsta verkefni felst. Eða að draga andann djúpt og leyfa ró að færast yfir okkur áður en vinnan hefst. 2. Hvað er líklegt til að trufla þig? Til þess að geta einbeitt okkur að verkefni þurfum við líka að vera meðvituð um það hvað getur truflað okkur á meðan. Tölvupóstur gæti til dæmis verið truflun því ef við svörum honum strax missum við einbeitinguna á verkefninu okkar á meðan. Eitt ráð við þessu er að áætla fyrirfram hvað þú ætlar þér langan tíma í verkefnið sem þú ert að vinna að og slökkva á tilkynningum samfélagsmiðla á meðan og bíða með að svara tölvupóstum. Ef tímalengd verkefnisins býður ekki upp á að þetta sé hægt, væri hægt að skipta verkefnatímanum niður og ákveða fyrirfram hvenær þú tekur hlé til að svara tölvupóstum eða kíkja á samfélagsmiðlatilkynningar. 3. Tökum pásur reglulega yfir daginn Það er af hinu góða fyrir okkur og vinnuveitandann að taka pásur reglulega yfir daginn. Það skýrist af þeirri einföldu staðreynd að með því að hvíla okkur aðeins frá vinnu, erum við einbeittari þegar við göngum aftur í verkin og förum að vinna. 4. Kaffibolli gefur Það koma augnablik þar sem okkur hreinlega bráðvantar kaffi til að hressa okkur við. Rannsóknir hafa sýnt að það að fá okkur einn kaffibolla getur hjálpað til við að halda einbeitingunni. 5. Er hitastigið rétt? Eitt þeirra atriða sem hjálpar fólki að halda einbeitingunni er að vinna í réttu hitastigi og þetta hafa ýmsar rannsóknir staðfest. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins segir um þetta: „Fersku lofti þarf jafnan að veita inn í vinnurými. Góð loftræsting kemur í veg fyrir að inniloft verði starfsfólki til ama. Æskilegt er að um 15 –20 m3 af fersku lofti berist hverjum starfsmanni á klukkustund.“ 6. Tónlist í stað umhverfishljóða Það er orðið æ algengara að sjá fólk hlusta á útvarp, tónlist, hlaðvarp eða annað við vinnu enda er þetta góð leið til að halda annarri truflun frá á meðan, s.s. umhverfishljóð eða hreinlega vinnufélaga. En það skiptir þá máli á hvað þú ert að hlusta! Samkvæmt rannsóknum getur það að hlusta á tónlist hjálpað til við að halda einbeitingunni en þá aðeins ef þér líkar vel við það sem þú ert að hlusta á. Góðu ráðin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það kannast allir við að eiga erfitt með að einbeita sér stundum. Sumir dagar eru jafnvel verri en aðrir og eflaust vilja einhverjir meina að mánudagarnir séu sérstaklega erfiðir. Að geta einbeitt sér daglangt í vinnu er líka ekkert sjálfgefið og alveg þess virði að fara yfir þau atriði sem geta hjálpað. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað óháð því hvar við vinnum. 1. Er hugurinn undirbúinn undir verkefnið eða daginn? Hvort sem vinnudagurinn er að hefjast eða við að ráðast í eitthvað nýtt verkefni er ágætt að gefa okkur smá svigrúm til að undirbúa hugann. Þó ekki væri nema mínúta eða tvær sem leyfir huganum að fara yfir það hvað bíður okkar í dag eða í hverju næsta verkefni felst. Eða að draga andann djúpt og leyfa ró að færast yfir okkur áður en vinnan hefst. 2. Hvað er líklegt til að trufla þig? Til þess að geta einbeitt okkur að verkefni þurfum við líka að vera meðvituð um það hvað getur truflað okkur á meðan. Tölvupóstur gæti til dæmis verið truflun því ef við svörum honum strax missum við einbeitinguna á verkefninu okkar á meðan. Eitt ráð við þessu er að áætla fyrirfram hvað þú ætlar þér langan tíma í verkefnið sem þú ert að vinna að og slökkva á tilkynningum samfélagsmiðla á meðan og bíða með að svara tölvupóstum. Ef tímalengd verkefnisins býður ekki upp á að þetta sé hægt, væri hægt að skipta verkefnatímanum niður og ákveða fyrirfram hvenær þú tekur hlé til að svara tölvupóstum eða kíkja á samfélagsmiðlatilkynningar. 3. Tökum pásur reglulega yfir daginn Það er af hinu góða fyrir okkur og vinnuveitandann að taka pásur reglulega yfir daginn. Það skýrist af þeirri einföldu staðreynd að með því að hvíla okkur aðeins frá vinnu, erum við einbeittari þegar við göngum aftur í verkin og förum að vinna. 4. Kaffibolli gefur Það koma augnablik þar sem okkur hreinlega bráðvantar kaffi til að hressa okkur við. Rannsóknir hafa sýnt að það að fá okkur einn kaffibolla getur hjálpað til við að halda einbeitingunni. 5. Er hitastigið rétt? Eitt þeirra atriða sem hjálpar fólki að halda einbeitingunni er að vinna í réttu hitastigi og þetta hafa ýmsar rannsóknir staðfest. Á vefsíðu Vinnueftirlitsins segir um þetta: „Fersku lofti þarf jafnan að veita inn í vinnurými. Góð loftræsting kemur í veg fyrir að inniloft verði starfsfólki til ama. Æskilegt er að um 15 –20 m3 af fersku lofti berist hverjum starfsmanni á klukkustund.“ 6. Tónlist í stað umhverfishljóða Það er orðið æ algengara að sjá fólk hlusta á útvarp, tónlist, hlaðvarp eða annað við vinnu enda er þetta góð leið til að halda annarri truflun frá á meðan, s.s. umhverfishljóð eða hreinlega vinnufélaga. En það skiptir þá máli á hvað þú ert að hlusta! Samkvæmt rannsóknum getur það að hlusta á tónlist hjálpað til við að halda einbeitingunni en þá aðeins ef þér líkar vel við það sem þú ert að hlusta á.
Góðu ráðin Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira