Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 10:18 Fasteignasali hjá Landmark segir að meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent