Segir 60 prósenta launalækkun aldrei hafa komið til tals Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:27 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09