Rússland við það að taka fram úr Spáni í fjölda smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 13:39 Frá sérstöku Covid-19 sjúkrahúsi sem reist var í Moskvu. EPA/SERGEI CHIRIKOV Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira