Fundur ungverska ráðherrans muni ekki breyta afstöðu til mannréttinda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. maí 2020 13:44 Guðlaugur Þór Þórðarson. „Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
„Það er alltaf mjög mikilvægt að halda uppi merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkisins en ekki síst núna. Þannig að þessar athugasemdir frá kollega mínum munu ekki hafa nein áhrif á það.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við framgöngu Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Þar sakaði hann utanríkisráðherra Íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands um að dreifa falsfréttum í boði „frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fjölmiðla.“ Szijjártó vísar með ásökunum sínum í bréf sem norrænu ráðherrarnir sendu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins þann 6. maí. Í skeytinu lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi og lögðu áherslu á að í neyðarástandi verði að forgangsraða grundvallargildum réttarríkisins. Sjá nánar: Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Völd Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, voru aukin á tímum heimsfaraldursins. Nú getur hann tekið ákvarðanir með tilskipunum og sniðgengið þingið. Szijjártó sagði Ungverja ekki þurfa á brjóstumkennanlegri, hræsnisfullri leiðsögn ráðherra annarra ríkja að halda. Ungverjar væru meira en þúsund ára gömul þjóð sem sé fullfær um að taka eigin ákvarðanir. Hann hefur kallað á sinn fund sendiherra umræddra landa gagnvart Ungverjalandi til að ræða málið. „Við vildum lýsa sérstaklega yfir stuðningi við aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins sem hefur átt í samskiptum við ungversk stjórnvöld út af þessari lagasetningu sem menn hafa, eðlilega, áhyggjur af. Þótt það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem allar þjóðir hafa gert sem við berum okkur saman við, þá höfum við haft áhyggjur af því að þessar heimildir sem þarna eru, sem eru ekki með nein tímamörk, fela í rauninni í sér alræðisvald fyrir forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur. Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010.Vísir/AFP Norrænu utanríkisráðherrarnir hafa átt í nánu samstarfi með aðstoð fjarfundarbúnaðar frá því faraldurinn kom upp. „Það er algjör samstaða um það á meðal okkar að nú sem aldrei fyrr munum við gera hvað við getum til að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.“ Þrátt fyrir að Íslenska þjóðin sé ekki fjölmenn þá hafi hún rödd í alþjóðasamfélaginu. „Við erum svo lánsöm, við Íslendingar, að búa við þessi gildi sem okkur finnst vera sjálfsögð en það er því miður lítill hluti heimsins sem býr við þessa hluti sem við erum sammála um. Við lítum á það sem okkar skyldu að láta í okkur heyra og gera hvað við getum og þá helst, eins og í þessu tilfelli, í samvinnu vina okkar á Norðurlöndunum að beita okkur og vekja athygli á því þegar pottur er brotinn.“ Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi, er staddur á Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þessi fundur fer fram, hvort þetta verði fjarfundur eða hvort þeir hittist en það breytir engu. Okkar skilaboð eru skýr. Við gerum engar athugasemdir við að kallað sé á okkar sendiherra, það er alvanalegt, en það mun ekki breyta neinu um afstöðu okkar“.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild sinni.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. 11. maí 2020 09:46
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42