Flókið að opna landamæri Íslands sama hvaða leið verður farin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 18:35 Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí. Ferðabannið sem nú er í gildi kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. Sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi að þessari reglu vilji hann halda á meðan enn væri verið að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag þegar landamærin verða opnuð. Hópur undir forystu forsætisráðuneytisins skilaði slíkum tillögum í dag sem höfð verða til hliðsjónar við ákvörðun sóttvarnalæknis. „Við erum svona í biðstöðu. Það er ekki tímabært að tala um hvað gæti tekið við. Það er mjög margt þar til skoðunar og við þurfum að fá svör við nokkrum hlutum áður en ég legg fram mínar tillögur í því,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Inntur eftir því hvaða tillögur hann vill leggja fram um opnun landamæra vildi Þórólfur ekki svara. Eins og hvernig? „Bara eins og þær liggja fyrir þegar þær koma til mín,“ sagði Þórólfur. Við fáum ekki svar við því? „Nei,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á daglegum upplýsingafundi.Mynd/Lögreglan Eru farin að skoða aðstæður á landamærum „Okkar hlutverk núna snýr að Schengen-samstarfinu og fylgjast með hvað þarf að gera þar. Það getur verið snúið verkefni. það þarf að vinna þetta á mörgum stöðum. Keflavík, Seyðisfirði, Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum þar sem þessi landamæri eru. Þetta er verkefni sem snúið sama hvaða leið verður farin,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum tekur gildi. Verið sé að kanna hvort rétt sé að bíða lengur ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis. Fá sýni voru tekin síðasta sólarhringinn. Ekkert smit greindist. Virk smit eru átján og fer lækandi. Einn er á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07 Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28 Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. 11. maí 2020 15:07
Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí. 11. maí 2020 14:28
Svona var 67. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 11. maí 2020 13:15