Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 07:14 Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Núgildandi kjarasamningur rennur út í haust en líkt og komið hefur fram hafa forsvarsmenn Icelandair hafa sagt að gera þurfi breytingar á þeim samningi til lengri tíma svo tryggja megi samkeppnishæfni fyrirtækisins. Fyrirtækið rær nú lífróður til að bjarga sér frá gjaldþroti og stefnir á að ná allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð fyrir 22. maí. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um helgina að lækka þyrfti laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Að því er segir í Fréttablaðinu í dag og haft er eftir heimildum hljóðar nýi kjarasamningurinn sem Icelandair vildi bera undir flugmenn upp á engar launahækkanir fyrstu tvö árin. Síðan hækki laun um 2,5 til 3,5% á árunum 2023 til 2025. Innleitt verði nýtt kaupaukakerfi þannig að flugmenn myndu fá tiltekna hlutdeild í rekstrarhagnaði félagsins. Þá átti einnig að breyta vakta- og hvíldartímareglu svo fjölga mætti vinnutíma flugmanna og auka hámarksflugtíma á vakt. Að auki fengju flugmenn færri orlofsdaga. Að mati Icelandair yrðu kjör flugmanna með hinum nýja kjarasamningi sambærileg við þau kjör sem eru hjá samkeppnisaðilum. Tilboð félagsins feli í sér 25% hagræðingu og því í takt við það sem forysta FÍA hefur opinberlega boðist til að taka á sig til að bjarga rekstri Icelandair. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, sendi félagsmönnum bréf í gærkvöldi þar sem hann sagði viðbúið að Icelandair myndi senda öllum flugmönnum félagsins gögn sem væru „einhliða samantekt á kröfum sem lagðar hafa verið fram af fulltrúum félagsins og sagðar hafa verið ófrávíkjanlegar. Flugmenn verða að taka slíkri samantekt með miklum fyrirvara, en óvanalegt er að deila slíkum gögnum með öðrum en þeim sem fundina sitja.“ Hann sagði FÍA ekki upplifa mikinn samningsvilja hjá Icelandair og hvatti flugmenn til þess að sýna áfram samstöðu. Icelandair og FÍA hafa átt í óformlegum viðræðum um nýjan kjarasamning undanfarið en að því er segir í bréfi Jóns Þórs sleit fyrirtækið viðræðunum í gær.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira