Sveigjanleiki fyrir fólk og fyrirtæki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:00 Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Vinnumarkaður Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun