Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 11:21 Gestur Pálmason ræddi við MIT Technology Review. Vísir/Vilhelm Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira