Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur mælti með því að fólk næði sér í fisk í Fiskbúð Fúsa og hafði mjög gaman af kveðjunni frá félaga sínum. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
„Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00