Barnabörnin bíða eftir því að amma Eygló komi og hrekki þau í sóttkvínni Stefán Árni Pálsson skrifar 3. apríl 2020 13:29 Eygló Lind er engum lík. „Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
„Ég á sex barnabörn í Borgarnesi og fer því á tvö heimili. Síðan stríði ég líka einhverjum góðum vinum í leiðinni,“ segir Eygló Lind Egilsdóttir, tæplega sjötug kona, sem skemmtir barnabörnum sínum á hverjum degi með því að mæta í búning fyrir utan stofugluggann í Borgarnesi en barnabörn hennar eru sem stendur í sóttkví. Alls á Eygló 12 barnabörn en sex af þeim eiga heima í Borgarnesi. Fjallað var um Eygló í þáttunum Margra barna mæður á Stöð 2 árið 2018 en hún er sjö barna móðir. Hún segist vera létt klikkuð kona en það sé einfaldlega bara skemmtilegt og fólk eigi ekki að taka sig of alvarlega. „Þau vita aldrei í hvaða búningi ég mæti í og sjálf veit ég oftast ekkert í hvaða búning ég ætla mér að klæðast. Ég fer bara heima og skoða hvað ég á. Ég á nokkra búninga og er síðan fljót að búa til. Mér fannst svo ömurlegt að geta ekki farið í heimsókn. Ég bý ein og er oft í mat hjá þeim og það er bara fastur rúntur í lífi mínu að koma við hjá þeim. Svo bara allt í einu má ég ekki koma inn sem er bara mjög skrýtið.“ Hefur húmor fyrir sjálfri sér Hún segir að börnin séu einfaldlega farin að bíða eftir ömmu sinni. „Þau vita ekkert hvenær ég kem. Svo er svolítið gaman að hlusta á börnin sem eru komin á unglingsaldurinn sem segja bara við mig, á hvaða efnum ert þú? Þeim finnst þetta svo hallærislegt. Svo á ég systur sem býr þannig að eldhúsglugginn snýr þægilega og þegar hún stendur við eldhúsvaskinn þá næ ég að hrella hana.“ Hún segist vera mjög hugmyndarík þegar kemur að því að finna búninga. „Ég held að þau verði í sóttkví fram í miðja næstu viku og það er minnsta mál að græja það. Æji það er svo gott að vera klikkaður og maður verður bara að hafa húmor fyrir sjálfum sér og leyfa aðeins barninu að koma fram í þér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Eldri borgarar Borgarbyggð Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira