Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:17 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent