Segir framkvæmd Puffin-hlaupsins í Eyjum í samræmi við samkomubannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 12:41 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sést þegar átakið Hjólað í vinnuna var sett á dögunum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira