Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 14:14 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti SHÍ. vÍSIR/VILHELM Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira