Sleppa söluþóknun og lækka verð á ferðum um allt að 50 prósent Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 14:24 Einar Þór Gústafsson hjá Getlocal. aðsend Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira
Komið hefur verið á fót markaðstorgi á netinu sem ætlað er að auðvelda Íslendingum að finna afþreyingu hér á landi. Ferðaþjónustufyrirtæki borga ekki neitt fyrir að skrá sig á torgið, engin söluþóknun er tekin og fyrir vikið hefur því verið hægt að bjóða tugprósenta lægra verð en á hefðbundnum bókunarsíðum að sögn aðstandanda. Markaðstorgið ber heitið Ferðalandið og má nálgast á vefsíðunni ferdalandid.is. Að vefnum stendur nýsköpunarfyrirtækið Getlocal og segir Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda fyrirtækisins, að það vilji að Íslendingar upplifi landið sitt í sumar og sjái hvað er í boði. „Það er svo ótrúlegt magn af skemmtilegum upplifunum um allt land en það er erfitt að finna þær. Þarna náum við vonandi að draga þetta fram og hjálpa fólki að eiga gott sumar,“ segir Einar Þór. Sem fyrr segir kostar ekkert fyrir ferðþjónustufyrirtæki að skrá þjónustu sína í Ferðalandið. Einar Þór segir að nú þegar hafi rúmlega 100 fyrirtækið óskað eftir þátttöku og að unnið sé að færa þau inn á torgið. Ferðalandið tekur að sama skapi enga söluþóknun, en Einar Þór segir að milliliðir eins og hvers kyns bókunarþjónustur taki oft til sín um 20 til 30 prósent af söluverðinu. Á Ferðalandinu má finna margvíslega ferðaþjónustutengda afþreyingu.skjáskot Hugmynd Ferðalandsins gangi út á að gera ferðaþjónustufyrirtækjum kleift að sleppa milliliðunum, lækka kostnað og þannig geta boðið ódýrari ferðir. Þessi aðferð hafi þegar skilað sér í allt að 40 til 50 prósent ódýrari ferðum á síðunni að sögn Einars Þórs. En ef Ferðalandið tekur enga greiðslu, hvorki fyrir skráningu eða sölu, hvað vilja þau þá fá út úr þessu? Einar Þór segir að fyrst og fremst séu þau að sækjast eftir athygli. Ferðalandið byggi á kerfi frá Getlocal og vonir þeirra standi því til að fá frekari viðskipti þegar fram í sækir. Markmiðið sé ekki að halda síðunni lifandi út í hið óendanlega heldur segir Einar Þór að um átak sé að ræða. „Við lokum ekki á neitt en í rauninni sáum við ekki fyrir okkur að fara í neina samkeppni við fyrirtæki sem eru í þessum geira,“ segir Einar Þór. Fyrst og fremst sé um stuðning við ferðaþjónustuna að ræða, sem berst nú í bökkum þegar engir erlendir ferðamenn eru á landinu. Hugsanleg opnun landsins 15. júní muni því líklega stytta líftíma Ferðalandsins. Viðtal við Einar Þór má heyra hér að neðan og Ferðalandið má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira