Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 17:30 Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?