Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 17:30 Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. „Mér finnst ömurlegt hvernig þessi aðför að okkar stétt er orðin, Maður hefur upplifað það að hafa þurft að berjast fyrir hlutunum í mörg ár. Kannski ekki ég prívat og persónulega en þær sem voru á undan okkur í þessu stéttarfélagi. Það liggur við að krafan sé orðin sú að við megum ekki eiga börn og giftast eins og það var 1960. Þetta er bara fáránlegt.“ Segir lækkun um helming Guðmunda segir boð flugfreyja til Icelandair um tímabundna kjaraskerðingu gott. Fáránlegt sé að fara fram á frekari skerðingu á launum til frambúðar, „um meira en helming“ eins og Guðmunda kemst að orði. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð í síðustu viku.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega engin hemja og ég tek undir allt sem forystumenn stóru stéttarfélaganna hafa sagt, þetta er fásinna.“ Hún telur rosalega marga telja að flugfreyjur séu hálaunastétt og tekur fram að það sé algjör fyrra. Icelandair svaraði fyrirspurnum fjölmiðla um launakjör í vikunni og þar kom fram að yfirflugfreyjur væru að meðaltali með 740 þúsund krónur í heildarlaun. Heildarlaun flugfreyja væru svo að meðaltali 520 þúsund krónur. Oft hjálpað félaginu upp úr öldudal „Ég er í hæsta skala sem hægt er. Það hljóta að vera inni í þessu desemberuppbót og ómæld eftirvinna. Þetta er ekki rétt tala. Grunnlaun flugfreyja eru fáránlega lág. Auðvitað fáum við vaktavinnuálag enda er mest megnis af vinnutímanum okkar unnin utan níu til fimm.“ Flugfreyjur séu tilbúnar til að gera ýmislegt, en samninganefndin þurfi að svara því betur. Samningarnefnd SA og Icelandair kemur til fundar hjá Ríkissáttasemjara. Flugfreyjur fjölmenntu og studdu við bakið á samninganefnd sinni.Vísir/Vilhelm „Við höfum oft gert ýmislegt til þess að hjálpa þessu félagi upp úr öldudölum. Í hruninu, í Eyjafjallajökulsgosinu. Við erum búnar að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki fengið neitt fyrir. Við erum alveg tilbúnar að hjálpa þeim upp úr þessu núna en ekki með þessum afarkjörum.“ Hún segir hiklaust að það verði flótti úr stéttinni. Einstök samstaða „Ég hef aldrei í þau 36 ár sem ég hef verið hérna, upplifað aðra eins rosalega samstöðu. Fólk er reitt. Ég sé fyrir mér flótta.“ Hún spyrji sig, í ljósi þess að gengið hafi vel hjá Icelandair: „Ekki vorum við að setja fyrirtækið á hausinn með þessum „ofurlaunum“?“ Betri tíð sé fram undan með blóm í haga. „Við erum að opna landið, það hlýtur að fara að vænkast hagurinn,“ segir Guðmunda sem ætlar ekki að láta bjóða sér neitt. „Ég prívat og persónulega myndi frekar fara á atvinnuleysisbætur heldur en að láta bjóða mér þetta sem var uppi á borðinu síðan.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira