Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 19:00 L fyrir Lyon? Sara Björk Gunnarsdóttir er alla vega búin að vera í sambandi við stórveldið. VÍSIR/GETTY Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. „Það er mikill heiður að vera orðuð við Lyon og ég get sagt það að þeir [forráðamenn Lyon] hafa verið í bandi við mig síðustu tvö ár og haft mikinn áhuga,“ sagði Sara í Sportinu í dag. Hún lék einmitt gegn Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018 og aftur í 8-liða úrslitunum í fyrra, sem og í 8-liða úrslitunum 2017, og í öll skiptin hafði Lyon betur en liðið hefur orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð. Í raun er Lyon eina liðið sem stoppað hefur getað Wolfsburg þann tíma sem Sara hefur verið í Þýskalandi. „Þetta er eitt besta félagslið í heiminum og þetta er gríðarlegur heiður. Eins og staðan er núna get ég ekkert staðfest en vonandi kemur eitthvað í ljós á næstu vikum,“ sagði Sara. Hún hefur orðið þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg öll þrjú tímabil sín með liðinu, og á enn möguleika á að endurtaka leikinn í ár en opnað hefur verið á þann möguleika að tímabilið í Þýskalandi haldi áfram undir lok mánaðarins eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hvenær sem tímabilinu lýkur er ljóst að Sara er á förum í sumar. „Þetta eru komin fjögur ár hérna í Wolfsburg og ég er tilbúin í nýja áskorun. Ég finn að það er kominn tími á mig að prófa eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og setja mér ný markmið. Sjá hversu langt ég get komist,“ sagði Sara. Klippa: Sportið í dag - Sara Björk um áhugann frá Lyon Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski boltinn Franski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Sara getur enn kvatt Wolfsburg með tveimur titlum eftir nýjustu fréttir Efstu tvær deildirnar í þýska fótboltanum karlamegin fara af stað um helgina en óvíst var hvað yrði um efstu deild kvenna þangað til í gær. 12. maí 2020 07:31
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15