Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 19:08 Flugfreyjur fagna samninganefnd sinni við húsakynni ríkissáttasemjara. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum þeirra við Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag. Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk án niðurstöðu í hádeginu í dag. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði þá að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðunum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja. Í yfirlýsingu sem Icelandair sendi frá sér í kvöld segir að niðurstaða fundarins hafi verið sú að lengra yrði ekki komist. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að það sé áhyggjuefni. Samningur sem Icelandair hafi boðið flugfreyjum og flugþjónum hefði hvort tveggja tryggt samkeppnishæfni fyrirtækisins til lengri tíma og starfsmönnum góð kjör og starfsumhverfi. „Markmið Icelandair er að tryggja starfsmönnum sínum góð kjör sem eru samkeppnishæf við það sem sambærileg flugfélög bjóða, svo sem SAS og Finnair. Þau félög hafa á liðnum áratug gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum flugmarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Icelandair hefur reynt að ná samningum við flugstéttir til þess að lækka launakostnað fyrir hlutafjárútboð þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna til að rétta af rekstur þess sem á undir högg að sækja vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Flugvirkjar sömdu um kjaraskerðingu á sunnudag en ekki hafa náðst samningar við flugmenn eða flugfreyjur. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. 13. maí 2020 17:30 Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag. Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk án niðurstöðu í hádeginu í dag. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði þá að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðunum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja. Í yfirlýsingu sem Icelandair sendi frá sér í kvöld segir að niðurstaða fundarins hafi verið sú að lengra yrði ekki komist. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að það sé áhyggjuefni. Samningur sem Icelandair hafi boðið flugfreyjum og flugþjónum hefði hvort tveggja tryggt samkeppnishæfni fyrirtækisins til lengri tíma og starfsmönnum góð kjör og starfsumhverfi. „Markmið Icelandair er að tryggja starfsmönnum sínum góð kjör sem eru samkeppnishæf við það sem sambærileg flugfélög bjóða, svo sem SAS og Finnair. Þau félög hafa á liðnum áratug gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni þeirra á alþjóðlegum flugmarkaði,“ segir í yfirlýsingunni. Icelandair hefur reynt að ná samningum við flugstéttir til þess að lækka launakostnað fyrir hlutafjárútboð þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna til að rétta af rekstur þess sem á undir högg að sækja vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Flugvirkjar sömdu um kjaraskerðingu á sunnudag en ekki hafa náðst samningar við flugmenn eða flugfreyjur.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. 13. maí 2020 17:30 Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56 „Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí. 13. maí 2020 17:30
Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. 13. maí 2020 12:56
„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn 13. maí 2020 11:56