Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 22:30 Keflavíkurflugvöllur er mannlaus þessa dagana. Vísir/Egill Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. Aðeins örfáir starfsmenn eru þessa dagana við vinnu á Keflavíkurflugvelli en þar starfa þegar mest lætur um tíu þúsund manns. Þeir sem eru við störf á flugvellinum finna vel fyrir því hversu mikið farþegum um völlinn hefur fækkað, þar á meðal tollverðirnir. „Á meðaldegi værum við að sjá fjörutíu og fimm sex farþegaflugvélar að koma hérna í gegn fullar af fólki en í dag erum við að sjá tuttugu upp í fimmtíu max í vél og þetta eru svona ein til þrjár á dag,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á KeflavíkurflugvelliVísir/Egill Þessi litla flugumferð hefur meðal annars haft þau áhrif að fíkniefnamálum á flugvellinum hefur fækkað verulega. Nú er mánuður síðan að einhver var síðast tekinn í tollinum við að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. „Ef við skoðum bara sama tímabil, það sem af er ári í fyrra og núna, við vorum með ellefu máli um þetta leyti í fyrra en við erum komin í fjögur núna. Svo það er alltaf spurt þegar ein leið lokast að svona miklu leyti hvort það færist ekki yfir í hrað- og póstsendingar og bara annan flutningsmáta. Þannig að við þurfum að vera vakandi fyrir því líka á landsvísu. Ég held að það sé eitthvað sem gerist alltaf og eins bara í innanlandsframleiðslu,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þó verkefnum hafi fækkað sinni tollverði þó enn verkefnum á flugvallarsvæðinu. „Það koma hérna einkaflug, það eru að koma ferjuflug og einkaflug sem við erum að sinna. Svo erum við náttúrulega með alla vinnsluna í vöruhúsum. Þar eru hraðsendingarnar undir sem við förum í daglega skoðanir á og við erum líka með frakt,“ segir Guðrún Búið er að loka öllum veitingastöðum og verslunum á flugvellinum. Þá hefur mötuneyti starfsmanna líka verið lokað. Fyrirtækin hafa mörg hver flutt vörur út af svæðinu aftur þar sem matvæla og annað liggur undir skemmdum. Guðjón HelgasonVísir/Egill Hjá Isavia segja menn erfitt að segja til um hvenær flugumferð verður aftur orðin lík því sem var þegar mest var. „Við gerum okkur grein fyrir að þetta mun hafa áhrif næstu misserin,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi hjá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Fíkn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira