Chelsea og Juventus mögulega að fara að gera eins og þeir gera í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 14:30 Skiptin myndu henta Maurizio Sarri vel því hann elskar Jorginho en virðist ekki sjá fyrir sér framtíðarhlutverk fyrir Miralem Pjanic í Juventus liðinu. Hér fær Jorginho góð ráð frá Sarri þegar þeir voru saman hjá Chelsea. Getty/Catherine Ivill Það getur verið erfitt að kaupa leikmenn í allri óvissunni á tímum kórónuveirunnar og það gæti kallað á að félögin leiti annarra leiða til að ná í leikmenn. Chelsea og Juventus eru nú sögð vera í viðræðum um að skipta á tveimur leikmönnum. Þetta er ekki algengt í fótboltanum en gerist aftur á móti mjög reglulega í NBA-deildinni í körfubolta. Chelsea myndi samkvæmt þessi þá leyfa Jorginho að fara til Juventus en enska úrvalsdeildarliðið fengi í staðinn Bosníumanninn Miralem Pjanic. Guardian segir meðal annars frá þessu. Chelsea and Juventus open talks over Pjanic-Jorginho swap deal. By @FabrizioRomano https://t.co/AZG0ijZiNz— Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2020 Maurizio Sarri stýrir Juventus liðsins en var áður hjá Chelsea. Það var einmitt Sarri sem náði í Jorginho til Chelsea. Jorginho elti í raun þá Maurizio Sarri til Chelsea frá Napoli. Ef það er eitthvað klárt í alþjóðlegum fótbolta þá er það að Maurizio Sarri elskar Jorginho og vill helst hafa hann í öllum sínum liðum. Jorginho spilaði í þrjú tímabil fyrir hann hjá Napoli og svo eitt hjá Chelsea. Það fylgir þó sögunni að Jorginho fór fyrst að spila vel fyrir Chelsea liðið eftir að Maurizio Sarri hætti með liðið og Frank Lampard tók við. Juventus and Chelsea have opened talks over a swap deal for Pjanic and Jorginho, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/j8yFx5RFsh— B/R Football (@brfootball) May 14, 2020 Juventus hefur einnig verið í viðræðum við Barcelona og Paris St-Germain um Miralem Pjanic sem er orðinn þrítugur. Pjanic er ekki inn í framtíðarplönum Maurizio Sarri þrátt fyrr að hann sé á samningi hjá félaginu til 2023. Miralem Pjanic hefur spilað með Juventus frá árinu 2016. Barcelona vildi skipta á honum og Arthur en Arthur vildi það ekki. Þá er vitað að Leonardo, íþróttastjóri PSG, er mikill aðdáandi Pjanic. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Það getur verið erfitt að kaupa leikmenn í allri óvissunni á tímum kórónuveirunnar og það gæti kallað á að félögin leiti annarra leiða til að ná í leikmenn. Chelsea og Juventus eru nú sögð vera í viðræðum um að skipta á tveimur leikmönnum. Þetta er ekki algengt í fótboltanum en gerist aftur á móti mjög reglulega í NBA-deildinni í körfubolta. Chelsea myndi samkvæmt þessi þá leyfa Jorginho að fara til Juventus en enska úrvalsdeildarliðið fengi í staðinn Bosníumanninn Miralem Pjanic. Guardian segir meðal annars frá þessu. Chelsea and Juventus open talks over Pjanic-Jorginho swap deal. By @FabrizioRomano https://t.co/AZG0ijZiNz— Guardian sport (@guardian_sport) May 14, 2020 Maurizio Sarri stýrir Juventus liðsins en var áður hjá Chelsea. Það var einmitt Sarri sem náði í Jorginho til Chelsea. Jorginho elti í raun þá Maurizio Sarri til Chelsea frá Napoli. Ef það er eitthvað klárt í alþjóðlegum fótbolta þá er það að Maurizio Sarri elskar Jorginho og vill helst hafa hann í öllum sínum liðum. Jorginho spilaði í þrjú tímabil fyrir hann hjá Napoli og svo eitt hjá Chelsea. Það fylgir þó sögunni að Jorginho fór fyrst að spila vel fyrir Chelsea liðið eftir að Maurizio Sarri hætti með liðið og Frank Lampard tók við. Juventus and Chelsea have opened talks over a swap deal for Pjanic and Jorginho, reports @FabrizioRomano pic.twitter.com/j8yFx5RFsh— B/R Football (@brfootball) May 14, 2020 Juventus hefur einnig verið í viðræðum við Barcelona og Paris St-Germain um Miralem Pjanic sem er orðinn þrítugur. Pjanic er ekki inn í framtíðarplönum Maurizio Sarri þrátt fyrr að hann sé á samningi hjá félaginu til 2023. Miralem Pjanic hefur spilað með Juventus frá árinu 2016. Barcelona vildi skipta á honum og Arthur en Arthur vildi það ekki. Þá er vitað að Leonardo, íþróttastjóri PSG, er mikill aðdáandi Pjanic.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira