Ólympíudraumur Guðbjargar lifnaði við á ný með frestun Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 13:30 Guðbjörg Jóna tók sér hlé frá keppni eftir Reykjavíkurleikana í vetur vegna meiðsla og bíður þess nú að sjá hvenær keppnistímabilið utanhúss getur hafist vegna kórónuveirufaraldursins. MYND/FRÍ Hin 18 ára gamla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi, segir það henta vel fyrir sig að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár eða til sumarsins 2021. Draumur Guðbjargar var og er að komast á leikana og vonin er meiri nú þegar þeim hefur verið frestað, segir hún í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV: „Já, ég held það. Ég þurfti að sleppa Norðurlandamótinu innanhúss út af meiðslum og það mót var mjög mikilvægt stigamót fyrir Ólympíuleikana. Ég var því eiginlega búin að segja bæ við Ólympíuleikana. En svo var þeim frestað og ég held að það virki mjög vel fyrir mig,“ segir Guðbjörg við RÚV. Hún tók sér hlé frá keppni eftir Reykjavíkurleikana í vetur þar sem hún var með beinbjúg í rist sem hafði truflað hana frá síðasta sumri. Guðbjörg þarf að safna stigum á mótum á þessu ári og því næsta til að styrkja stöðu sína á heimslista en út frá honum verður farið þegar sætum á Ólympíuleikunum verður úthlutað. „Ég og þjálfarinn minn þurfum í sameiningu að reyna að finna gott æfingaplan til að reyna að ná stigamótum inni og líka vera í góðu formi fyrir sumarið, og halda mér í formi í október. Þetta er því svolítið púsluspil,“ segir Guðbjörg. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Hin 18 ára gamla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmethafi í 100 og 200 metra hlaupi, segir það henta vel fyrir sig að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár eða til sumarsins 2021. Draumur Guðbjargar var og er að komast á leikana og vonin er meiri nú þegar þeim hefur verið frestað, segir hún í viðtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV: „Já, ég held það. Ég þurfti að sleppa Norðurlandamótinu innanhúss út af meiðslum og það mót var mjög mikilvægt stigamót fyrir Ólympíuleikana. Ég var því eiginlega búin að segja bæ við Ólympíuleikana. En svo var þeim frestað og ég held að það virki mjög vel fyrir mig,“ segir Guðbjörg við RÚV. Hún tók sér hlé frá keppni eftir Reykjavíkurleikana í vetur þar sem hún var með beinbjúg í rist sem hafði truflað hana frá síðasta sumri. Guðbjörg þarf að safna stigum á mótum á þessu ári og því næsta til að styrkja stöðu sína á heimslista en út frá honum verður farið þegar sætum á Ólympíuleikunum verður úthlutað. „Ég og þjálfarinn minn þurfum í sameiningu að reyna að finna gott æfingaplan til að reyna að ná stigamótum inni og líka vera í góðu formi fyrir sumarið, og halda mér í formi í október. Þetta er því svolítið púsluspil,“ segir Guðbjörg.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. 24. mars 2020 21:00
Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00
Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00