Liðslæknir Stade Reims svipti sig lífi eftir að hann sýktist af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2020 09:30 Bernard Gonzalez var minnst á samfélagsmiðlum Stade de Reims. Samsett Mynd Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Sjá meira
Hræðilegar fréttir frá Frakklandi þar sem læknir liðs í frönsku fótboltadeildinni tók afdrifaríka ákvörðun eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Stade Reims staðfesti í gær að læknir fótboltaliðsins, Bernard Gonzalez, væri látinn en fréttir frá Frakklandi herma jafnframt að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. Franska stórblaðið Le Parisien fjallar meðal annars um það að hinn sextugi Bernard Gonzalez hafi svipt sig lífi og í bréfi sem hann skildi eftir þá komu fram tengslin á milli þeirrar ákvörðunar og því að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Bernard Gonzalez var búinn að vera læknir Stade Reims liðsins í tuttugu ár. Stade Reims club doctor Bernard Gonzalez commits suicide after contracting coronavirus https://t.co/WjQGmrG3Vi pic.twitter.com/rYuIfxUbaJ— Mirror Football (@MirrorFootball) April 5, 2020 „Hann var læknir félagsins. Mikill fagmaður, virtur og metinn af öllum. Hugur minn er hjá foreldrum hans, eiginkonu og hans fjölskyldu,“ sagði Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Hann er aukafórnarlamb Covid-19. Ég veit að hann skildi eftir bréf til að útskýra ákvörðun sína. Ég læt sem ég viti ekki af því sem stóð þar,“ sagði Arnaud Robinet. „Ég finn engin orð og er mjög brugðið. Þessi faraldur hefur hitt Stade Reims í hjartað því við vorum að missa þekktan einstakling í Reims og mikinn fagmann,“ sagði Jean-Pierre Caillot forseti félagsins. Médecin. Artiste. Stadiste. Docteur Gonzalez. pic.twitter.com/Wlw6Bbr7gc— Stade de Reims (@StadeDeReims) April 5, 2020 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Franski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Sjá meira