Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2020 09:37 Flugvélafloti Icelandair er nú að mestu aðgerðarlaus eins og floti flestra annarra flugfélaga í heiminum. Félagið hefur leitað til bankastofnana um endurfjármögnun félagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair gerir ráð fyrir að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann. Nú þegar er áætlun félagsins komin undir 10% af áætlun sem gefin var út fyrir yfirstandandi tímabil. Lausafjárstaða félagsins er að nálgast viðmiðunarmörk. Nánast engir farþegar fara um Keflavíkurflugvöll þessa dagana. Hrun alþjóðaflugsins hefur áhrif á lausafjárstöðu Icelandair sem nálagst nú viðmiðunarmörk félagsins.Vísir/Vilhelm Lausafjárstaða Icelandair var sterk áður kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir heimsbyggðina af fullum þunga. Í tilkynningu frá félaginu segir að lausafjárstaða félagsins að meðtöldum óádregnum lánalínum sé enn vel yfir því viðmiði sem félagið starfi eftir en stefna þess hafi verið að þessi staða fari ekki undir 29 milljarða króna á núverandi gengi (200 milljónir bandaríkjadala) á hverjum tíma. „Eins og tilkynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Hins vegar, ef miðað er við lágmarkstekjuflæði hjá félaginu í apríl og maí, er ljóst að lausafjárstaða félagsins muni skerðast og fara undir ofangreint viðmið,“ segir í tilkynningunni. Á síðustu dögum og vikum hafi áhersla verið lögð á það hjá Icelandair að halda uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu, bæði fyrir farþega og vöruflutninga þrátt fyrir að flugáætlun félagsins hafi dregist verulega saman á undanförnum vikum. Flugáætlun Icelandair er komin undir 10% af því sem áætlað var fyrir yfirstandandi tímabil og stefni í að hún dragist saman um 25 prósent í sumar.Vísir/Vilhelm „Flugáætlun félagsins nemur nú minna en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út fyrir þetta tímabil ársins. Enn ríkir mikil óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum muni aukast á ný og gera stjórnendur Icelandair Group ráð fyrir því að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann,“ segir í tilkynningu félagsins. Í ljósi þessarar stöðu muni stjórnendur Icelandair Group leggja áherslu á það á næstu vikum að styrkja fjárhagsstöðu félagsins til lengri tíma. Félagið hafi ráðið Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankann sem ráðgjafa til að hefja skoðun á mögulegum leiðum til að styrkja enn frekar fjárhag félagsins. „Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni félagsins til framtíðar með því að stuðla að sterkri fjárhagsstöðu og lægri einingakostnaði hjá félaginu þegar kemur að því að sækja fram þegar sú ógn sem nú stafar af COVID-19 faraldrinum er liðin hjá,“ segir í tilkynningunni. Þetta muni tryggja að félagið komist sterkt í gegnum þessa krefjandi tíma, lágmarka áhrif á íslenska ferðaþjónustu og efnahag eins og mögulegt sé og gera félagið betur í stakk búið til að grípa þau framtíðartækifæri sem muni gefast. Stjórnendur Icelandair Group muni einnig vinna náið með íslenskum stjórnvöldum í þessu ferli. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir öll flugfélög heimsins nú standa frammi fyrir því krefjandi verkefni að styrkja rekstrargrundvöll sinn til framtíðar. „Við vitum að á einhverjum tímapunkti mun flug komast aftur í eðlilegt horf og því viljum við vera vel í stakk búin til að sækja fram og nýta þau tækifæri sem þá verða fyrir hendi. Til að ná þeirri stöðu er nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á kostnaðaruppbyggingu félagsins, styrkja fjárhagsstöðu þess og leita allra leiða til að styrkja samkeppnishæfi þess til frambúðar,“ segir Bogi Nils. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. 5. apríl 2020 12:18 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. 1. apríl 2020 15:45 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Icelandair gerir ráð fyrir að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann. Nú þegar er áætlun félagsins komin undir 10% af áætlun sem gefin var út fyrir yfirstandandi tímabil. Lausafjárstaða félagsins er að nálgast viðmiðunarmörk. Nánast engir farþegar fara um Keflavíkurflugvöll þessa dagana. Hrun alþjóðaflugsins hefur áhrif á lausafjárstöðu Icelandair sem nálagst nú viðmiðunarmörk félagsins.Vísir/Vilhelm Lausafjárstaða Icelandair var sterk áður kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir heimsbyggðina af fullum þunga. Í tilkynningu frá félaginu segir að lausafjárstaða félagsins að meðtöldum óádregnum lánalínum sé enn vel yfir því viðmiði sem félagið starfi eftir en stefna þess hafi verið að þessi staða fari ekki undir 29 milljarða króna á núverandi gengi (200 milljónir bandaríkjadala) á hverjum tíma. „Eins og tilkynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Hins vegar, ef miðað er við lágmarkstekjuflæði hjá félaginu í apríl og maí, er ljóst að lausafjárstaða félagsins muni skerðast og fara undir ofangreint viðmið,“ segir í tilkynningunni. Á síðustu dögum og vikum hafi áhersla verið lögð á það hjá Icelandair að halda uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu, bæði fyrir farþega og vöruflutninga þrátt fyrir að flugáætlun félagsins hafi dregist verulega saman á undanförnum vikum. Flugáætlun Icelandair er komin undir 10% af því sem áætlað var fyrir yfirstandandi tímabil og stefni í að hún dragist saman um 25 prósent í sumar.Vísir/Vilhelm „Flugáætlun félagsins nemur nú minna en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út fyrir þetta tímabil ársins. Enn ríkir mikil óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum muni aukast á ný og gera stjórnendur Icelandair Group ráð fyrir því að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann,“ segir í tilkynningu félagsins. Í ljósi þessarar stöðu muni stjórnendur Icelandair Group leggja áherslu á það á næstu vikum að styrkja fjárhagsstöðu félagsins til lengri tíma. Félagið hafi ráðið Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankann sem ráðgjafa til að hefja skoðun á mögulegum leiðum til að styrkja enn frekar fjárhag félagsins. „Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni félagsins til framtíðar með því að stuðla að sterkri fjárhagsstöðu og lægri einingakostnaði hjá félaginu þegar kemur að því að sækja fram þegar sú ógn sem nú stafar af COVID-19 faraldrinum er liðin hjá,“ segir í tilkynningunni. Þetta muni tryggja að félagið komist sterkt í gegnum þessa krefjandi tíma, lágmarka áhrif á íslenska ferðaþjónustu og efnahag eins og mögulegt sé og gera félagið betur í stakk búið til að grípa þau framtíðartækifæri sem muni gefast. Stjórnendur Icelandair Group muni einnig vinna náið með íslenskum stjórnvöldum í þessu ferli. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir öll flugfélög heimsins nú standa frammi fyrir því krefjandi verkefni að styrkja rekstrargrundvöll sinn til framtíðar. „Við vitum að á einhverjum tímapunkti mun flug komast aftur í eðlilegt horf og því viljum við vera vel í stakk búin til að sækja fram og nýta þau tækifæri sem þá verða fyrir hendi. Til að ná þeirri stöðu er nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á kostnaðaruppbyggingu félagsins, styrkja fjárhagsstöðu þess og leita allra leiða til að styrkja samkeppnishæfi þess til frambúðar,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. 5. apríl 2020 12:18 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. 1. apríl 2020 15:45 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. 5. apríl 2020 12:18
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33
Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. 1. apríl 2020 15:45