Fjallar um fjöldaeitrun af völdum tréspíra Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2020 13:31 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, og Sigursteinn Másson. Fyrsta mál nýrrar seríu í Sönnum íslenskum sakamálum kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. ,,Það sem þeir áttuðu sig ekki á var að um var að ræða baneitraðan tréspíra en eftir helgina miklu lágu samtals níu í valnum, nokkrir fengu varanlega fötlun og tugir veiktust illa,“ segir Sigursteinn þáttastjórnandi. ,,Í þættinum er þetta sérstæða sakamál krufið til mergjar og rætt við fólk sem upplifði atburðinn og kynnti sér þá síðar. Leyndarhyggja umlukti málið um áratuga skeið og í þættinum er varpað ljósi á það og áhrifin á hið 3000 manna samfélag. Sömuleiðis hvernig spírinn fór í dreifingu þrátt fyrir að sjómennirnir sem fundu hann hafi reynt að ganga úr skugga um að óhætt væri að drekka hann. Þá er fjallað er um tíðarandann og sambúðina við breska herinn sem kom sér fyrir í Eyjum tveimur mánuðum eftir að Ísland var hernumið,” bætir Sigursteinn við. Hafði aldrei heyrt um málið ,,Í nóvember sl. heyrði ég útvarpsviðtal við Ragnar Jónsson lækni þar sem hann var að tala um eitthvað gamalt mál í Vestmannaeyjum þar sem fjölmargir dóu og aðrir veiktust mikið. Heyrði hann tala um að málið hafi legið í þagnargildi árum saman. Ég hafði aldrei heyrt um þetta mál. Þetta vakti óskipta athygli mína og ég setti mig í samband við Ragnar sem hefur öðrum fremur rannsakað þetta hörmulega mál þegar níu manns létust af völdum baneitraðs tréspíra sem dreift var á Þjóðhátíð í Eyjum. Þegar ég fór að skoða málið nánar vakti sérstaka athygli mína viðbrögð Eyjamanna auk þess sem málið sjálft er einstakt á margan hátt,” segir Sigursteinn enn fremur um þetta fyrsta mál nýrrar þáttaraðar af Sönnum íslenskum sakamálum. Fyrsta þáttaröðin á Storytel gekk vel og trónir nú í fyrsta sæti yfir efni sem hefur verið hlustað á hjá efnisveitunni. Sakamálin sem eru til umfjöllunar í nýju þáttaröðinni eru fjölbreytt og áhugaverð en Sigursteinn kafar til að mynda í þekkt sakamál á borð við vændisstarfsemi Svörtu perlunnar, Catalinu Ncogo og Byrgismálið. Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Fyrsta mál nýrrar seríu í Sönnum íslenskum sakamálum kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. ,,Það sem þeir áttuðu sig ekki á var að um var að ræða baneitraðan tréspíra en eftir helgina miklu lágu samtals níu í valnum, nokkrir fengu varanlega fötlun og tugir veiktust illa,“ segir Sigursteinn þáttastjórnandi. ,,Í þættinum er þetta sérstæða sakamál krufið til mergjar og rætt við fólk sem upplifði atburðinn og kynnti sér þá síðar. Leyndarhyggja umlukti málið um áratuga skeið og í þættinum er varpað ljósi á það og áhrifin á hið 3000 manna samfélag. Sömuleiðis hvernig spírinn fór í dreifingu þrátt fyrir að sjómennirnir sem fundu hann hafi reynt að ganga úr skugga um að óhætt væri að drekka hann. Þá er fjallað er um tíðarandann og sambúðina við breska herinn sem kom sér fyrir í Eyjum tveimur mánuðum eftir að Ísland var hernumið,” bætir Sigursteinn við. Hafði aldrei heyrt um málið ,,Í nóvember sl. heyrði ég útvarpsviðtal við Ragnar Jónsson lækni þar sem hann var að tala um eitthvað gamalt mál í Vestmannaeyjum þar sem fjölmargir dóu og aðrir veiktust mikið. Heyrði hann tala um að málið hafi legið í þagnargildi árum saman. Ég hafði aldrei heyrt um þetta mál. Þetta vakti óskipta athygli mína og ég setti mig í samband við Ragnar sem hefur öðrum fremur rannsakað þetta hörmulega mál þegar níu manns létust af völdum baneitraðs tréspíra sem dreift var á Þjóðhátíð í Eyjum. Þegar ég fór að skoða málið nánar vakti sérstaka athygli mína viðbrögð Eyjamanna auk þess sem málið sjálft er einstakt á margan hátt,” segir Sigursteinn enn fremur um þetta fyrsta mál nýrrar þáttaraðar af Sönnum íslenskum sakamálum. Fyrsta þáttaröðin á Storytel gekk vel og trónir nú í fyrsta sæti yfir efni sem hefur verið hlustað á hjá efnisveitunni. Sakamálin sem eru til umfjöllunar í nýju þáttaröðinni eru fjölbreytt og áhugaverð en Sigursteinn kafar til að mynda í þekkt sakamál á borð við vændisstarfsemi Svörtu perlunnar, Catalinu Ncogo og Byrgismálið.
Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira