Eiður Smári gaf sína frægustu stoðsendingu á þessum degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2020 14:00 Chelsea sló hið ósigraða lið Arsenal úr leik í Meistaradeild Evrópu vorið 2004. vísir/epa Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt. Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt.
Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira