Eiður Smári gaf sína frægustu stoðsendingu á þessum degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2020 14:00 Chelsea sló hið ósigraða lið Arsenal úr leik í Meistaradeild Evrópu vorið 2004. vísir/epa Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt. Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Á þessum degi, 6. apríl, fyrir 16 árum gaf Eiður Smári Guðjohnsen sennilega sína frægustu stoðsendingu á ferlinum. Þegar þrjár mínútur voru eftir af seinni leik Chelsea og Arsenal á Highbury í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fékk Eiður boltann frá vinstri bakverðinum Wayne Bridge. Hann var fljótur að hugsa og setti boltann í fyrstu sendingu milli fóta Kolos Toure og í hlaupaleið Bridge. Hann kláraði færið af yfirvegun, setti boltann í fjærhornið og tryggði Chelsea 2-1 sigur og sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Wayne Bridge. Highbury. 6 April 2004. #onthisday pic.twitter.com/c9ET18U38G— Chelsea FC - #StayHomeSaveLives (@ChelseaFC) April 6, 2020 Eiður kom mikið við sögu í einvíginu gegn Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Íslenski landsliðsfyrirliðinn kom Chelsea yfir á 53. mínútu í fyrri leiknum gegn Arsenal á Stamford Bridge. Sex mínútum síðar jafnaði Robert Pires í 1-1 sem urðu lokatölur. Skytturnar voru því með útivallarmark í farteskinu fyrir seinni leikinn. Staða Arsenal vænkaðist enn frekar þegar José Antonio Reyes heitinn kom liðinu yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks í seinni leiknum. Snemma í seinni hálfleik átti Claude Makélélé skot af löngu færi sem Jens Lehmann varði. Þjóðverjinn hélt ekki boltanum sem féll fyrir Frank Lampard sem jafnaði í 1-1 og í 2-2 samanlagt. Allt stefndi í framlengingu en Eiður og Bridge voru á öðru máli og bjuggu til sigurmark Chelsea eins og áður sagði. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í báðum leikjunum gegn Arsenal. Í fyrri leiknum var hann í framlínunni með Adrian Mutu en í þeim seinni með góðvini sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink. Allt það helsta úr seinni leik Chelsea og Arsenal má sjá hér fyrir neðan. Í undanúrslitunum tapaði Chelsea fyrir Monaco, samanlagt 5-3. Eiður lagði upp mark í báðum leikjunum. Hann gaf alls fimm stoðsendingar í Meistaradeildinni tímabilið 2003-04. Eiður lék 41 leik í öllum keppnum þetta tímabil og skoraði 13 mörk. Sjötti apríl er merkilegur í Meistaradeildarsögu Chelsea því á þessum degi 2005 vann liðið 4-2 sigur á Bayern München á Stamford Bridge. Eiður lagði upp fjórða mark Chelsea fyrir Didier Drogba. Chelsea vann einvígið, 6-5 samanlagt.
Meistaradeild Evrópu Einu sinni var... Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira