Um 45% íbúa Vestmannaeyja farið í sýnatöku Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2020 18:05 Vestmannaeyjar. MYND/Óskar P. Friðriksson Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira