Mesti samdráttur í heila öld rætist svartsýnustu spár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2020 18:40 Fjármála- og efnahagsráðherra segir áhrif kórónuveirufaraldursins miklu meiri en gert hafi verið ráð fyrir í mars. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld. Augljóst sé að stjórnvöld þurfi að koma inn af meiri krafi til að spyrna við á móti efnahagsþrengingum. Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var staðan í þjóðfélaginu til umræðu og sömuleiðis farið yfir næstu skref vegna kórónuveirufaraldursins. Lögð var til breyting á þeim málum sem ríkisstjórnin hugðist leggja fram á alþingi, sem þýðir að sum mál munu ekki verða tekin fyrir en önnur munu koma inn í staðinn. Stærsta verkefni ráðherranna núna er að takast á við afleiðingar kórónuveirufaraldursins sem þegar hefur haft gífurleg áhrif og á sér engin fordæmi. Hlutafjáraukningin til Isavia til skilyrt við að ráðist sé í framkvæmdir strax á þessu ári.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun ákvörðun um hlutafjáraukningu um fjóra milljarða til Isavia, til að flýta framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli og er það hluti af aðgerðum til að spyrna við þeim efnahagsþrengingum sem fram undan eru. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verða til vegna framkvæmdanna er á bilinu fimmtíu til hundrað tuttugu og fimm. Fyrir tæpum þremur vikum kynnti forysta ríkisstjórnarinnar 230 milljarða króna aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. Bjarni segir að bæta þurfi verulega í. Rætist svartsýnasta spá verður samdrátturinn sá mesti í heila öld „Það er enginn spurning að efnahagslegu áhrifin af því sem er að eiga sér stað eru miklu meiri heldur en við sáum í upphafi marsmánaðar,“ segir Bjarni. Vegna ferðatakmarkana og samkomubanns víða um heim hefur ferðaþjónustan og orðið einna verst úti. Forysta ríkisstjórnarinnar kynnir fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursinsVísir/Vilhelm „Ef að svartsýnustu spár ganga eftir fyrir árið 2020, til dæmis um komu ferðamanna, að þá erum við að sjá mesta samdrátt hér, jafnvel í heila öld á Íslandi,“ segir Bjarni. Á alþingi í upphafi mánaðarins sagði fjármála- og efnahagsráðherra að fljótlega þyrfti að taka afstöðu til þess hversu langt stjórnvöld væru mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði, tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis. „Beinn stuðningur hefur ekki verið ákveðinn. Við erum að fylgjast með því frá degi til dags hvernig úrræðin okkar eru að nýtast. Hvernig okkur tekst að leysa vanda þeirra sem að við vitum að eru að upplifa miklar þrengingar. En svo kemur meira og við munum stíga ölduna eftir því hvernig sjólagið er,“ segir Bjarni. Bjarni segir að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar kynnt séu ekki nægar og meira þurfi til. „Það held ég að sé alveg augljóst að við munum þurfa að ganga lengra. Það er bara í hverri viku sem það þyngist róðurinn í efnahagslífinu,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Setja fjóra milljarða í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli Ríkisstjórnin hyggst auka hlutafé Isavia um fjóra milljarða með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. 7. apríl 2020 15:49