Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Á morgun, þann 15. maí, taka gildi nýjar reglur um sóttkví og einangrun vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Reglurnar voru birtar á vef Stjórnartíðinda í gær. Samkvæmt reglunum verður öllum þeim sem koma til Íslands og hafa dvalið í meira en sólarhring á síðastliðnum 14 dögum í löndum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem hááhættusvæði skylt að fara í tveggja vikna sóttkví frá komu til landsins. Þá skulu þeir sem umgengist hafa einstaklinga með Covid-19 einnig fara í sóttkví í 14 daga frá því þeir umgengust viðkomandi síðast. Þeir sem ofangreind atriði eiga við um skulu samkvæmt reglunum sæta heimsóttkví. Það þýðir að viðkomandi má ekki yfirgefa heimili sitt nema brýna nauðsyn beri til, eða til þess að fara í gönguferð. Eins má einstaklingur í sóttkví ekki fá gesti til sín, nota almenningssamgöngur eða fara til vinnu, skóla eða á aðra staði þar sem annað fólk er að finna. Hér má finna nánari upplýsingar um hvernig sóttkví skal háttað. Þá er í reglunum að finna sérstaka umfjöllun um svokallaða vinnusóttkví. Sóttvarnalæknir getur veitt fólki leyfir til þess að sinna sérstökum verkefnum og fara í vinnusóttkví í stað heimasóttkvíar. Það þýðir að einstaklingur sem sætir sóttkví getur fengið leyfi til þess að ferðast til og frá vinnustað sínum, meðan á sóttkví stendur. Skilyrði þess að fá leyfi til vinnusóttkvíar eru þau að viðkomandi umgangist ekki aðra en heimilisfólk eða þá sem eru með þeim í vinnusóttkví, dveljist einungist á gististað og vinnustað meðan á sóttkví stendur, fylgi öðrum reglum um sóttkví, auk reglna sóttvarnalæknis um vinnusóttkví, og að sótt sé um heimild fyrir vinnusóttkví til sóttvarnalæknis. Eins getur sóttvarnalæknir veitt undanþágu frá heimsóttkví, að öllu leyti eða hluta, vegna sérstakra aðstæðna. Þó þarf að vera tryggt að slík undanþága komi ekki niður á smitvörnum. Þá er í reglunum að finna sérstakt ákvæði um einangrun, en sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari reglum um hvernig henni skal háttað. Brot á reglum um sóttkví getur varðað sektum eða fangelsi, samkvæmt 19. grein sóttvarnalaga eða 175. grein almennra hegningarlaga. Hér má nálgast reglurnar, sem taka gildi á morgun, í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira