Coviskubit Ragga Nagli skrifar 10. apríl 2020 13:00 Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. „Dagur 14 í sóttkví. Gerðum æðislegan brunch og bökuðum speltbollur.“ „Fjöllan búin með fjögur púsluspil“ „Föndruðum skeljakassa eftir fjöruferð“ „Allir saman í Öskjuhlíð í Náttúrubingó“ Þú rétt náðir hálftíma með barninu á róló í gær. Þú horfir á vegginn sem barnið þitt tússaði á meðan þú varst fastur á símafundi. Barnið þitt fékk fjarstýringu í hönd og kláraði Netflix og Youtube svo þú gætir klárað ársreikninga. Eina sem hefur verið föndrað er að teipa aftur allar skúffur og skápa til að koma í veg fyrir að krakkinn fari hamförum. Cheerios beint uppúr pakkanum Framkvæmdaklám á Facebook er allsráðandi. „Kláruðum loksins baðherbergið“ „Geymslutiltekt í sóttkví“ „Búin að þrífa fjóra eldhússkápa fyrir hádegi.“ Eina sem þú ert búinn með eru fjórar máltíðir ..... bara fyrir hádegi. Þú hefur ekki séð botninn á eldhúsvaskinum í heila viku. Óhreinatauskarfan gubbar útúr sér spjörunum. MYND/Ragga nagli Lóa vinkona bjó til tröllaleir og eyddi kvöldstund með familíunni að búa til allskonar fígúrur. Þú lokaðir þig af á klósettinu í gærkvöldi til að fá tvær mínútur í friði. Sérð á speglinum að barnið hefur komist í meiköppdótið þitt. Á Instagramm eru myndir af börnum í pikknikk á stofugólfinu. Barnið þitt borðaði Cheerios beint uppúr pakkanum meðan þú kláraðir skýrslu. Allir sitja saman í hring með bók í hönd. “Lesum saman í heimavistinni” Eina sem barnið þitt las í gær var íslenskur texti á teiknimynd í sjónvarpinu. Instagramm myndir af sameiginlegum hnallþórubakstri Myllumerkin #stuðkví #gamansaman vekja hjá þér samviskubit. Þú ert þjakaður af Coviskubiti. Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma til meiri samvista með börnunum? Af hverju er ég ekki í stuðkví eins og allir aðrir? Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til í skúrnum, dytta að pallinum, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og læra arabísku á netinu. Sexý statusar eða sótsvartur veruleiki? En veruleikinn þinn er í takt við það sem 90% eru að ganga í gegnum núna. Sumir eru í fullri vinnu heima. Sumir eru í framlínunni á spítölunum að hjúkra sjúkum. Sumir hafa þurft að gerast kennarar barna sinna á einni nóttu. Sumir eru í raun kennarar og þurft að feta sig áfram í fjarfundakennslubúnaði. Sumir eru að skoða nýja möguleika eftir að hafa misst vinnuna. Sumir eru að hjúkra ástvinum sínum heima. Það skrifar enginn sexý status um að henda sér í sófann á kvöldin að horfa á samkynhneigðan tígrisdýrakóng með vafasama hárgreiðslu í miðríkjum Bandaríkjanna. Það rata engir pistlar á netið að vopna sig fjarstýringu í annarri og hvítvín í hinni eftir heilan dag að sinna vinnu við borðstofuborðið, googla stærðfræði fyrir 12 ára til að stauta þig fram úr heimavinnu, hrista skankana á stofugólfinu, elda mat, ganga frá, setja í uppþvottavél og þvo þvott. En þessi verkefni eru stundum það eina sem við erum aflögu fær. Það eina sem þarf til að lifa dagana af. Myllumerkin #alltíþroti #lifadaginnaf eru ekki samfélagsmiðlavænir. Myndir af börnum flatmagandi á gólfinu með smettið borað í símaskjá meðan þú situr sveittur við tölvuna fá ekki mörg læks. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri Það verður engin verðlaunaafhending eftir COVID-19 heimavistina fyrir að baka sem flestar möffins, prjóna peysur og mála pallinn. Það eru allir að skakklappast í gegnum þetta ástand á sinn hátt. Það er hver og einn að finna sinn takt að kljást við nýjan hversdag, og og það er engin einn taktur betri en annar. Sumir finna gleði í að festa upp skápa. Aðrir díla við daginn með að hringja bara nokkur símtöl og lakka táneglurnar. Smánum ekki aðferðir annarra. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri. #fokkcoviskubit #nógugott Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Þú opnar Facebook. Kórónustatusar blasa við þér. „Dagur 14 í sóttkví. Gerðum æðislegan brunch og bökuðum speltbollur.“ „Fjöllan búin með fjögur púsluspil“ „Föndruðum skeljakassa eftir fjöruferð“ „Allir saman í Öskjuhlíð í Náttúrubingó“ Þú rétt náðir hálftíma með barninu á róló í gær. Þú horfir á vegginn sem barnið þitt tússaði á meðan þú varst fastur á símafundi. Barnið þitt fékk fjarstýringu í hönd og kláraði Netflix og Youtube svo þú gætir klárað ársreikninga. Eina sem hefur verið föndrað er að teipa aftur allar skúffur og skápa til að koma í veg fyrir að krakkinn fari hamförum. Cheerios beint uppúr pakkanum Framkvæmdaklám á Facebook er allsráðandi. „Kláruðum loksins baðherbergið“ „Geymslutiltekt í sóttkví“ „Búin að þrífa fjóra eldhússkápa fyrir hádegi.“ Eina sem þú ert búinn með eru fjórar máltíðir ..... bara fyrir hádegi. Þú hefur ekki séð botninn á eldhúsvaskinum í heila viku. Óhreinatauskarfan gubbar útúr sér spjörunum. MYND/Ragga nagli Lóa vinkona bjó til tröllaleir og eyddi kvöldstund með familíunni að búa til allskonar fígúrur. Þú lokaðir þig af á klósettinu í gærkvöldi til að fá tvær mínútur í friði. Sérð á speglinum að barnið hefur komist í meiköppdótið þitt. Á Instagramm eru myndir af börnum í pikknikk á stofugólfinu. Barnið þitt borðaði Cheerios beint uppúr pakkanum meðan þú kláraðir skýrslu. Allir sitja saman í hring með bók í hönd. “Lesum saman í heimavistinni” Eina sem barnið þitt las í gær var íslenskur texti á teiknimynd í sjónvarpinu. Instagramm myndir af sameiginlegum hnallþórubakstri Myllumerkin #stuðkví #gamansaman vekja hjá þér samviskubit. Þú ert þjakaður af Coviskubiti. Af hverju er ég ekki að nýta þennan tíma til meiri samvista með börnunum? Af hverju er ég ekki í stuðkví eins og allir aðrir? Af hverju er ég ekki að lesa meira, taka til í skúrnum, dytta að pallinum, fara í gönguferðir, hekla, prjóna og læra arabísku á netinu. Sexý statusar eða sótsvartur veruleiki? En veruleikinn þinn er í takt við það sem 90% eru að ganga í gegnum núna. Sumir eru í fullri vinnu heima. Sumir eru í framlínunni á spítölunum að hjúkra sjúkum. Sumir hafa þurft að gerast kennarar barna sinna á einni nóttu. Sumir eru í raun kennarar og þurft að feta sig áfram í fjarfundakennslubúnaði. Sumir eru að skoða nýja möguleika eftir að hafa misst vinnuna. Sumir eru að hjúkra ástvinum sínum heima. Það skrifar enginn sexý status um að henda sér í sófann á kvöldin að horfa á samkynhneigðan tígrisdýrakóng með vafasama hárgreiðslu í miðríkjum Bandaríkjanna. Það rata engir pistlar á netið að vopna sig fjarstýringu í annarri og hvítvín í hinni eftir heilan dag að sinna vinnu við borðstofuborðið, googla stærðfræði fyrir 12 ára til að stauta þig fram úr heimavinnu, hrista skankana á stofugólfinu, elda mat, ganga frá, setja í uppþvottavél og þvo þvott. En þessi verkefni eru stundum það eina sem við erum aflögu fær. Það eina sem þarf til að lifa dagana af. Myllumerkin #alltíþroti #lifadaginnaf eru ekki samfélagsmiðlavænir. Myndir af börnum flatmagandi á gólfinu með smettið borað í símaskjá meðan þú situr sveittur við tölvuna fá ekki mörg læks. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri Það verður engin verðlaunaafhending eftir COVID-19 heimavistina fyrir að baka sem flestar möffins, prjóna peysur og mála pallinn. Það eru allir að skakklappast í gegnum þetta ástand á sinn hátt. Það er hver og einn að finna sinn takt að kljást við nýjan hversdag, og og það er engin einn taktur betri en annar. Sumir finna gleði í að festa upp skápa. Aðrir díla við daginn með að hringja bara nokkur símtöl og lakka táneglurnar. Smánum ekki aðferðir annarra. Gerum ekki Coviskubit að nýjum faraldri. #fokkcoviskubit #nógugott
Heilsa Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira