Félags- og barnamálaráðherra grípur til aðgerða vegna fleiri barnaverndarmála Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2020 12:00 Tilkynningum til barnaverndar hefur fjölgað mikið frá því kórónuveiran kom til Íslands. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur. Barnavernd Félagsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hyggst grípa til aðgerða strax eftir páska vegna fjölgunar tilkynninga til barnaverndar. Tæplega helmingur tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur í mars var um barn í yfirvofandi hættu. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gær hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað frá því að kórónuveiran kom upp hér á landi með tilheyrandi samkomutakmörkunum. Lykiltölur í marsmánuði sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi. Um 160 tilkynningar bárust Barnavernd Reykjavíkur í mars þar af um sjötíu það sem tilkynnt var um að barn væri í yfirvofandi hættu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni „Svo eru auðvitað fréttir sem við sjáum af öðrum ofbeldismálum, og hræðilegar fréttir núna síðustu daga er auðvitað það sem við höfum verið að segja. Það er verulega hætta á að þetta gerist við þessar aðstæður,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur í samvinnu við hagsmunaaðila, grasrótarsamtök og önnur ráðuneyti unnið að aðgerðum til þess að bregðast við. Þær aðgerðir munu fara í framkvæmd strax eftir páska. „En um leið vil ég segja varðandi einstaklinga sem fastir eru í slíkum aðstæðum að hafa samband og leita sér hjálpar og einstaklingar sem eru að beita slíku ofbeldi vil ég segja, leitið ykkur hjálpar,“ segir Ásmundur. Tilkynningum fækkaði fyrst en tók svo að fjölga aftur verulega Ásmundur segir að í fyrstu hafi tilkynningum fækkað um allt að 30% á einstaka sveitarfélögum en eftir að fólk hafi verið vakið til vindundar hafi þeim tekið að fjölga aftur. „Baráttan er að harðna og hver vikan sem líður þar sem félagslegu kerfin okkar ná ekki að starfa að fullum krafti að þá bitnar það á þeim sem síst skildi. Börnin eru þar á meðal. Þannig að það er mikilvægt að við brýnum fyrir öllum að við þurfum að láta vita ef að barn býr við aðstæður þar sem þarf að grípa inn í þá eigum við ekki að draga það. Við eigum að hringja í 1-1-2, vegna þess að hvert barn sem við björgum er dýrmætara en allt annað,“ segir Ásmundur.
Barnavernd Félagsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira