Hrúgast inn tilkynningar um holur í vegum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 19:57 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að félagið fái stöðugt fleiri tilkynningar um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Hann segist vona að ný vefgátt sem er í vinnslu muni auðvelda vegfarendum að leita réttar síns þegar ökutæki þeirra skemmast vegna lélegra vega. Í vefgáttinni mun fólki gefast tækfæri á að tilkynna veghöldurum um holur í vegum eða aðrar skemmdir. Sé hægt að sýna fram á gáleysi veghaldara, til að mynda ef honum var kunnugt um bágt ástand vega sem orsökuðu slys eða skemmdir, þá skapi það skaðabótaábyrgð hjá veghaldara að sögn Runólfs. Hann segir jafnframt að vinna við vefgáttina sé á lokametrunum. Henni hafi þó seinkað, til að mynda vegna þess að fólkið sem kom að gerð vefgáttarinnar hafi verið fengið til annarra verkefna, tengd yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Það hafi þó líka tafið vinnuna að hinir ýmsu veghaldarar hafi ekki skilað inn gögnum, auk þess sem ýmis sveitarfélög hafi sett fyrirvara um að þau séu ekki með vakt utan hefðbundins skrifstofutíma. „En það er auðvitað engin afsökun því það er mjög skýrt í vegalögum að veghaldara ber að viðhalda vegi sem er í almennri notkun. Passi veghaldari hins vegar ekki að allt sé í lagi getur það skapað bótaskyldu,“ segir Runólfur. Þar að auki eigi veghaldarar að koma strax að viðhaldi og viðgerðum, um leið og þeir vita af skemmdum. Árferðið sé þó svo að „við getum verið að sjá holur myndast með stuttu millibili,“ segir Runólfur en bætir við að veghaldarar eigi þó að búa þannig um hnútana að vegir standist tíðafar sem þetta - enda sé það ekkert einsdæmi. Í þessu samhengi var nefndur vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sem er illa farinn eftir veturinn. „Þessi ending og þessar miklu skemmdir eru algjörlega óþolandi fyrir vegfarendur og það þarf bara að grípa strax til aðgerða til þess að hindra það að fólk verði fyrir tjóni eða hreinlega lendi í slysi,“ segir Runólfur.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira